Atvinnulíf

X-kynslóðin: Oft gleymd en ó­missandi

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það er svo mikið talað um Z kynslóðina, aldamótakynslóðina og jafnvel Baby boomers kynslóðina að X kynslóðin gleymist oft. En á mikið eftir enn og á sína styrkleika umfram aðra, rétt eins og hinir hóparnir. X kynslóðin er fædd tímabilið 1965-1979.
Það er svo mikið talað um Z kynslóðina, aldamótakynslóðina og jafnvel Baby boomers kynslóðina að X kynslóðin gleymist oft. En á mikið eftir enn og á sína styrkleika umfram aðra, rétt eins og hinir hóparnir. X kynslóðin er fædd tímabilið 1965-1979. Vísir/Getty

Það er svo mikið talað um Z-kynslóðina að aðrar kynslóðir falla eiginlega í skuggann. Ekki síst X-kynslóðin, sem þó er ein sú mikilvægasta á vinnumarkaði í dag: Fædd tímabilið 1965-1979 og á því heillangan tíma eftir á vinnumarkaði.

Er líka sá hópur sem er sterkur sem stjórnendahópur og/eða hópur fólks sem er líklegur til að taka við keflinu þegar Baby Boomers, eða uppgangskynslóðin svokalla ( fædd 1946-1964) lætur það af hendi.

Margt einkennir X kynslóðina sérstaklega og gerir hana eiginlega ómissandi.

Til dæmis er þetta kynslóðin sem hefur upplifað mjög mikla umbreytingu: Tæknin var allt önnur þegar þessi hópur ólst upp.

Í grein í Forbes er líka talað um að þetta sé sú kynslóð sem hefur verið hvað mest leiðandi í stefnumótun og innleiðingu nýrra stefnu á vinnustöðum. Þetta er líka hópurinn sem leiddi þá hugsun að vinnumarkaðurinn þyrfti að finna betra jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.

Það eru samt líka ýmsar áhyggjur sem þessi hópur hefur. Áhyggjur sem fólk upplifir jafnvel sem ógn.

Til dæmis af fjárhagslegu öryggi sínu eftir starfslok. Eða af samkeppninni sem nú er að skapast á vinnumarkaði þar sem gervigreindin og sjálfvirknivæðingin er að þróast svo svakalega hratt.

X-kynslóðin er líka að glíma við alls kyns erfiðleika eins og mikla streitu eða jafnvel kulnun.

Þá upplifa sumir að það sé svolítið verið að ganga fram hjá þeim í leiðtogastörf. Frá Baby boomers er einfaldlega hoppað niður í yngra fólk og beint í Y-kynslóðina, eða aldamótakynslóðina svokölluðu. Sem er fædd tímabilið 1980-1994.

Í raun má lesa úr ofangreindu, hver góðu ráðin eru þá fyrir X-kynslóðina. Því lið fyrir lið gætu þau til dæmis litið svona út:

Settu þér markmið um fjárhagsáætlun og sparnað fyrir efri árin.

Haltu áfram og vertu vel vakandi yfir því að þróa þig vel í notkun á nýrri tækni, sérstaklega gervigreindinni.

Vertu vakandi yfir sveigjanleika í starfi, jafnvægi einkalífs og vinnu. Ræktaðu vel sjálfið þitt, hlúðu að þér og þínum nánustu því hvoru tveggja er eitthvað sem skiptir miklu máli með tilliti til streitu eða að sporna við kulnunareinkennum.

Nýttu þér þá styrkleika að vera í hópi þeirra sem getur brúað bilið á milli þeirra sem eldri og yngri eru. Nýttu þér þá styrkleika sem X kynslóðin hefur umfram aðra kynslóðahópa. Og mundu hversu margiröflugir frumkvöðlar tilheyra þessum hópi. Sem dæmi má nefna Bill Gates, Jeff Bezos eða Elon Musk.


Tengdar fréttir

Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda

„Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent.

Z kyn­slóðin er allt öðru­vísi en eldri kyn­slóðir og mun breyta öllu

„Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN.

Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar

Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×