„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 12:10 Jenný Kristín Valberg er teymisstýra hjá Bjarkarhlíð. Vísir/Egill/Ívar Fannar Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum. Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum.
Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira