„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 12:10 Jenný Kristín Valberg er teymisstýra hjá Bjarkarhlíð. Vísir/Egill/Ívar Fannar Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum. Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum.
Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira