Innlent

Tveir á sjúkra­hús eftir að bíll valt við á­rekstur

Agnar Már Másson skrifar
Bíllinn lá á hliðinni. Enginn er í lífshættu að sögn slökkviliðs.
Bíllinn lá á hliðinni. Enginn er í lífshættu að sögn slökkviliðs. Aðsend

Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir klukkan níu í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina.

Stefán Kristinsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðbrogarsvæðinu, segir að tveir hafi hlotið áverka og hafi verið fluttir á sjúkrahús til skoðunar en þeir séu ekki í lífshættu. 

Talsverð umferðar umferðartafir eru á vettvangi.Aðsend

Annar bíllinn hafi oltið á hliðina við áreksturinn en Stefán gat ekki sagt til um hvernig áreksturinn orsakaðist. 

Talsverð umferðartafir eru á vettvangi.

Veistu meira um málin? Áttu mynd? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur nafnlaust fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin hefur verið  uppfærð með frekari upplýsingum.

Bíllinn lá á hliðinni. Enginn er í lífshættu að sögn slökkviliðs.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×