„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 21:54 Sigurlaug Bragadóttir er 27 ára nemi sem þjáist af POTS heilkenni. vísir/Lýður Valberg Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46