„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 21:54 Sigurlaug Bragadóttir er 27 ára nemi sem þjáist af POTS heilkenni. vísir/Lýður Valberg Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent