„Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 16:24 Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir kannanir bæjarins sýna að ánægja foreldra með módelið sé alltaf að aukast. Sérstaklega eftir að afslættir voru rýmkaðir og sveigjanleiki fyrir vaktavinnufólk. Vísir/Anton Brink Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. Þá bendir hún á að rannsóknin sé unnin af Vörðu – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem sé á vegum BSRB. Samtökin hafi frá upphafi verið verulega gagnrýnin á módelið.„Meira að segja áður en reynsla var komin á módelið,“ segir Ásdís. „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt.“ Rætt var við tuttugu foreldra í viðtalsrannsókninni sem gerð var af Sunnu Símonardóttur, lektor við félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Fjallað var um niðurstöður rannsóknarinnar á Vísi fyrr í dag. Þar kom til dæmis fram að foreldrar upplifi meiri tímapressu og álag og að það falli frekar á mæður en feður eftir innleiðingu. Þá kom einnig fram að viðmælendur töldu módelið frekar henta þeim sem eru með sveigjanleika í starfi. Ásdís segir niðurstöður þeirra eigin kannana á viðhorfum foreldra til módelsins sýna allt aðrar niðurstöður en þessi rannsókn og að þar komi til dæmis fram að tekjulægstu hóparnir eru hvað ánægðastir með breytinguna. Í rannsókninni er vikið að könnun bæjarins og segja viðmælendur að þeim þyki spurningar í könnuninni leiðandi og að þær séu settar fram til að fá jákvæðar niðurstöður. Ásdís segir utanaðkomandi ráðgjafa hafa aðstoðað við mótun spurninganna og þær eiga að mæla árangur og þjónustu. Spurð hvort hún sjái fram á að bæta við spurningum til að kanna það sem kemur fram í rannsókninni segist hún enn eiga eftir að rýna rannsóknina betur en það sé nauðsynlegt að úrtakið sé stærra svo niðurstöður séu marktækar. Alls ekki sparnaðarleið Hvað varðar drifkraftinn að breytingunum segir Ásdís það alls ekki þannig að Kópavogsmódelið sé sparnaðarleið. „Kópavogsbær er enn eins og öll önnur sveitafélög að niðurgreiða 90 prósent af raunkostnaði við rekstur leikskóla. En það breytir því ekki að við erum að ná að nýta starfsfólkið betur. Það var alltaf skýrt frá upphafi þegar við fórum í þessar breytingar að ef það myndi skapast svigrúm þá myndi allt slíkt fjármagn fara aftur inn í leikskólann til að bæta enn frekar starfsumhverfi og umhverfi barnanna, sem við höfum gert.“ Ásdís segir einnig nauðsynlegt í þessu samhengi að hafa í huga að leikskólar séu grunnstoð jafnréttis og að bærinn hafi haft það að leiðarljósi við breytingarnar. Frá innleiðingu hafi aldrei þurft að loka vegna fáliðunar og það sé almennt meiri fyrirsjáanleiki í þjónustunni. Leikskólar séu fullmannaðir, fleiri börn fái leikskólapláss og börn og foreldrar fái betri þjónustu. Fær frekar jákvæð viðbrögð Ásdís segir miður að niðurstöður sýni að foreldrar upplifi meira samviskubit og stress í kjölfar breytinganna. Það hafi aldrei verið þeirra ætlun að stuðla að því og hún hafi sjálf ekki heyrt nema jákvæðar umsagnir frá foreldrum. „Það er ekki mín upplifun að foreldrar upplifi samviskubit. Ég hitti reglulega foreldra sem segja mér að þrátt fyrir neikvætt viðhorf í upphafi séu þau orðin jákvæð í garð þess núna því þau sjá að börnin eru ánægðari og þjónustan er betri. Við erum ekki að loka eða ekki taka við börnum vegna veikinda eða manneklu. Ég myndi halda að þetta skipti gríðarlega miklu máli fyrir útivinnandi foreldra. Okkar kannanir sýna auk þess að ánægja er að aukast meðal foreldra,“ segir Ásdís og að þau hafi sérstaklega séð þessa breytingu þegar systkinaafsláttur var aukinn og sveigjanleiki aukinn hjá vaktavinnufólki. Kópavogur Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Þá bendir hún á að rannsóknin sé unnin af Vörðu – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem sé á vegum BSRB. Samtökin hafi frá upphafi verið verulega gagnrýnin á módelið.„Meira að segja áður en reynsla var komin á módelið,“ segir Ásdís. „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt.“ Rætt var við tuttugu foreldra í viðtalsrannsókninni sem gerð var af Sunnu Símonardóttur, lektor við félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Fjallað var um niðurstöður rannsóknarinnar á Vísi fyrr í dag. Þar kom til dæmis fram að foreldrar upplifi meiri tímapressu og álag og að það falli frekar á mæður en feður eftir innleiðingu. Þá kom einnig fram að viðmælendur töldu módelið frekar henta þeim sem eru með sveigjanleika í starfi. Ásdís segir niðurstöður þeirra eigin kannana á viðhorfum foreldra til módelsins sýna allt aðrar niðurstöður en þessi rannsókn og að þar komi til dæmis fram að tekjulægstu hóparnir eru hvað ánægðastir með breytinguna. Í rannsókninni er vikið að könnun bæjarins og segja viðmælendur að þeim þyki spurningar í könnuninni leiðandi og að þær séu settar fram til að fá jákvæðar niðurstöður. Ásdís segir utanaðkomandi ráðgjafa hafa aðstoðað við mótun spurninganna og þær eiga að mæla árangur og þjónustu. Spurð hvort hún sjái fram á að bæta við spurningum til að kanna það sem kemur fram í rannsókninni segist hún enn eiga eftir að rýna rannsóknina betur en það sé nauðsynlegt að úrtakið sé stærra svo niðurstöður séu marktækar. Alls ekki sparnaðarleið Hvað varðar drifkraftinn að breytingunum segir Ásdís það alls ekki þannig að Kópavogsmódelið sé sparnaðarleið. „Kópavogsbær er enn eins og öll önnur sveitafélög að niðurgreiða 90 prósent af raunkostnaði við rekstur leikskóla. En það breytir því ekki að við erum að ná að nýta starfsfólkið betur. Það var alltaf skýrt frá upphafi þegar við fórum í þessar breytingar að ef það myndi skapast svigrúm þá myndi allt slíkt fjármagn fara aftur inn í leikskólann til að bæta enn frekar starfsumhverfi og umhverfi barnanna, sem við höfum gert.“ Ásdís segir einnig nauðsynlegt í þessu samhengi að hafa í huga að leikskólar séu grunnstoð jafnréttis og að bærinn hafi haft það að leiðarljósi við breytingarnar. Frá innleiðingu hafi aldrei þurft að loka vegna fáliðunar og það sé almennt meiri fyrirsjáanleiki í þjónustunni. Leikskólar séu fullmannaðir, fleiri börn fái leikskólapláss og börn og foreldrar fái betri þjónustu. Fær frekar jákvæð viðbrögð Ásdís segir miður að niðurstöður sýni að foreldrar upplifi meira samviskubit og stress í kjölfar breytinganna. Það hafi aldrei verið þeirra ætlun að stuðla að því og hún hafi sjálf ekki heyrt nema jákvæðar umsagnir frá foreldrum. „Það er ekki mín upplifun að foreldrar upplifi samviskubit. Ég hitti reglulega foreldra sem segja mér að þrátt fyrir neikvætt viðhorf í upphafi séu þau orðin jákvæð í garð þess núna því þau sjá að börnin eru ánægðari og þjónustan er betri. Við erum ekki að loka eða ekki taka við börnum vegna veikinda eða manneklu. Ég myndi halda að þetta skipti gríðarlega miklu máli fyrir útivinnandi foreldra. Okkar kannanir sýna auk þess að ánægja er að aukast meðal foreldra,“ segir Ásdís og að þau hafi sérstaklega séð þessa breytingu þegar systkinaafsláttur var aukinn og sveigjanleiki aukinn hjá vaktavinnufólki.
Kópavogur Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda