Sport

Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíu­leika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snoop Dogg skemmti sér og öðrum á Ólympíuleikunum í París.
Snoop Dogg skemmti sér og öðrum á Ólympíuleikunum í París. EPA/MOHAMMED BADRA

Bandaríska rappstjarnan Snoop Dogg var í stóru hlutverki á Ólympíuleikunum í Paris í fyrra og nú er kappinn aftur á leiðinni á Ólympíuleika.

Snoop Dogg hefur gert samkomulag við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC um að mæta á Vetrarólympíuleikana á Ítalíu í byrjun næsta árs.

Vetrarleikarnir fara fram í Mílanó og Cortina á Norður Ítalíu og standa frá 6. til 22. febrúar 2026.

Hinn 53 ára gamli rappari vakti mikla athygli í París og Bandaríkjamenn höfðu mjög gaman af því þegar hann mætti á íþróttagreinar sem eru ekki oft í sjónvarpinu þarna hinum megin við Atlantshafið.

Hann er hress og skemmtilegur og auðvitað með sinn einstaka stíl.

Kappinn hljóp einnig með Ólympíueldinn fyrir Setningarhátíðina en ekki er vitað hvort hann fái að endutaka leikinn í febrúar.

Snoop Dogg er mikill áhugamaður um íþróttir og mikill stuðningsmaður bandaríska Ólympíuliðsins.

NBC segir að Snoop Dogg munu taka viðtöl við keppendur, taka upp efni á bak við tjöldin og hann mun síðan einnig lýsa keppnum á sinn einstaka hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×