Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 1. október 2025 06:00 Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun