Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2025 13:14 Þuríður, Margrét og vinkonur þeirra telja að árángurinn af heilsuferðinni til Split gæti hafa stuðlað að því hversu afslappaðar og æðrulausar þær voru þegar þær fengu tíðindin af falli Play og aflýsingu á flugi þeirra heim. Það væsir ekki um vinkonurnar í 25° hita í dag. Aðsent Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu. Isavia greindi frá því síðdegis í gær að fall Play hefði haft áhrif á um 1750 farþega því aflýsa þurfti 12 flugferðum. Upplýsingafulltrúi ISAVIA sagði í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að liðsinna fólki á vellinum en í morgun voru þó einhver dæmi um það að farþegar sem höfðu í hyggju að ná flugi með Play hafi ekki heyrt af atburðum gærdagsins. Forstjóri Icelandair fundaði í gær með stjórnvöldum um mögulegt björgunarflug vegna þeirra fjölmörgu farþega Play sem eru strandaglópar víða um heim. Hann sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegisfréttir að félagið hefði bætt Kaupmannahafnarflugi við ferðaáætlun sína síðdegis á morgun til að reyna að liðka fyrir. Félagið sé þá að meta stöðuna og íhuga hvort bæta þurfi við fleiri ferðum. Þær Þuríður Björg Guðnadóttir og Margrét Ingþórsdóttir eru á meðal þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum af falli Play en þær áttu flug heim frá Króatíu í gærkvöldi sem aldrei var farið. Það virðist ekki væsa um vinkonurnar í 25° stiga hita í Split.aðsend „Við fórum í heilsu og hreyfiferð til Split í Króatíu og ætluðum að vera hér í viku og erum búin að vera með henni Sigrúnu Fjeldsted þjálfara í stífum æfingum alla vikuna. Við búnar að vera að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Þetta er svona hreyfiferð en líka vinnustofur og margt skemmtilegt.“ Þrjátíu og tvær konur voru í ferðinni en þeim Þuríði og Margréti teljast til að um helmingur hafi náð að koma sér heim með öðrum flugfélögum og með hinum ýmsu millilendingum; Osló, Róm og London. Hvað tekur þá við hjá ykkur vinkonunum? „Við erum í smá í óvissu en erum að reyna að „trust the process,“ [treysta ferlinu]. Við erum svo slakar eftir okkar heilsuferð en við förum til London í kvöld og erum að vonast til þess að við komumst þaðan frekar fljótt.“ Ég heyri að þið eruð ekki mikið áhyggjufullar? „Nei, ætli þetta sé ekki heilsuferðin sem gerir okkur svona slakar en við erum báðar í þannig stöðu að við erum með maka heima sem hugsa um börnin og það eru auðvitað ekkert allir í þeirri stöðu. Mörgum lá á að komast heim, jafnvel til að komast í aðrar ferðir og svo var ein á leiðinni í jarðarför hjá foreldri þannig að auðvitað er þetta mikið áfall fyrir marga en okkar aðstæður eru bara góðar og við erum bara að njóta dagsins í dag. Núna erum við komnar til Trogir og erum í æðislegu veðri, hér eru 25 gráður. Við erum allavega alveg slakar,“ sögðu þær Þuríður og Margrét. Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Króatía Heilsa Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. 30. september 2025 12:54 Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. 29. september 2025 17:08 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Isavia greindi frá því síðdegis í gær að fall Play hefði haft áhrif á um 1750 farþega því aflýsa þurfti 12 flugferðum. Upplýsingafulltrúi ISAVIA sagði í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að liðsinna fólki á vellinum en í morgun voru þó einhver dæmi um það að farþegar sem höfðu í hyggju að ná flugi með Play hafi ekki heyrt af atburðum gærdagsins. Forstjóri Icelandair fundaði í gær með stjórnvöldum um mögulegt björgunarflug vegna þeirra fjölmörgu farþega Play sem eru strandaglópar víða um heim. Hann sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegisfréttir að félagið hefði bætt Kaupmannahafnarflugi við ferðaáætlun sína síðdegis á morgun til að reyna að liðka fyrir. Félagið sé þá að meta stöðuna og íhuga hvort bæta þurfi við fleiri ferðum. Þær Þuríður Björg Guðnadóttir og Margrét Ingþórsdóttir eru á meðal þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum af falli Play en þær áttu flug heim frá Króatíu í gærkvöldi sem aldrei var farið. Það virðist ekki væsa um vinkonurnar í 25° stiga hita í Split.aðsend „Við fórum í heilsu og hreyfiferð til Split í Króatíu og ætluðum að vera hér í viku og erum búin að vera með henni Sigrúnu Fjeldsted þjálfara í stífum æfingum alla vikuna. Við búnar að vera að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Þetta er svona hreyfiferð en líka vinnustofur og margt skemmtilegt.“ Þrjátíu og tvær konur voru í ferðinni en þeim Þuríði og Margréti teljast til að um helmingur hafi náð að koma sér heim með öðrum flugfélögum og með hinum ýmsu millilendingum; Osló, Róm og London. Hvað tekur þá við hjá ykkur vinkonunum? „Við erum í smá í óvissu en erum að reyna að „trust the process,“ [treysta ferlinu]. Við erum svo slakar eftir okkar heilsuferð en við förum til London í kvöld og erum að vonast til þess að við komumst þaðan frekar fljótt.“ Ég heyri að þið eruð ekki mikið áhyggjufullar? „Nei, ætli þetta sé ekki heilsuferðin sem gerir okkur svona slakar en við erum báðar í þannig stöðu að við erum með maka heima sem hugsa um börnin og það eru auðvitað ekkert allir í þeirri stöðu. Mörgum lá á að komast heim, jafnvel til að komast í aðrar ferðir og svo var ein á leiðinni í jarðarför hjá foreldri þannig að auðvitað er þetta mikið áfall fyrir marga en okkar aðstæður eru bara góðar og við erum bara að njóta dagsins í dag. Núna erum við komnar til Trogir og erum í æðislegu veðri, hér eru 25 gráður. Við erum allavega alveg slakar,“ sögðu þær Þuríður og Margrét.
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Króatía Heilsa Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. 30. september 2025 12:54 Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. 29. september 2025 17:08 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. 30. september 2025 12:54
Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32
Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. 29. september 2025 17:08