Lífið

Play-liðar minnast góðu tímanna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Flugfreyjur og flugþjónar félagsins kveðja Play með söknuði á Instagram.
Flugfreyjur og flugþjónar félagsins kveðja Play með söknuði á Instagram.

Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi.

Play er þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug, og ljóst er að fall þess mun hafa víðtækar afleiðingar hér á landi, bæði fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf.

Flugfreyjur og flugþjónar félagsins kveðja Play með söknuði á Instagram. Þau lýsa starfstímanum sem lærdómsríkum og skemmtilegum, þar sem þakklæti, vinátta og góðar minningar sitja eftir. 

Hér að neðan má sjá nokkrar færslur frá fyrrum flugliðum Play.


Tengdar fréttir

Heitir í háloftunum

Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti.

Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum

Flugfreyjur hafa í gegnum tíðina verið þekktar fyrir að eiga vörur sem veita lausnir við ýmsum daglegum vandamálum. Hvort sem um ræðir hágæða þvottaefni, vinsælar snyrtivörur eða eftirsótta heimilisilmi, hafa þær haft auga fyrir því besta á markaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.