Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 10:02 Fótleggur Hill leit agalega út en hann fór brosandi af velli. Samsett/Skjáskot/Getty Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð fyrir agalegum meiðslum í leik við New York Jets í Flórída í nótt. Hann virtist fara úr hnjálið en viðbrögð leikmannsins vöktu svo enn meiri athygli. Hill hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann var besti útherji deildarinnar og raðaði inn snertimörkum á þarsíðustu leiktíð en síðan hefur samstarf hans við leikstjórnandann Tua Tagovailoa súrnað. Tagovailoa hefur farið aftur vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Hill fór hins vegar ágætlega af stað í leik gærkvöldsins, hafði gripið boltann sex sinnum og farið 67 stikur þegar hann var tæklaður í byrjun þriðja leikhluta. Fótur hans skekktist út á við og leit hreint ekki vel út. Óttast er að hann hafi farið úr hnjálið. Gott er að vara við myndunum af meiðslunum, sem eru ekki fyrir viðkvæma. TYREEK HILL’S LEG.OH MY GOODNESS.AWFUL 💔💔💔 pic.twitter.com/YkLiUet9cz— MLFootball (@_MLFootball) September 30, 2025 Viðbrögð Tyreeks er honum var trillað af velli vöktu einnig töluverða athygli. Hann klappaði saman höndum, brosti, hló og þakkaði svo áhorfendum. Hvort um kaldhæðni hafi verið að ræða liggur ekki fyrir en útherjinn er sannarlega óhefðbundinn fír. Only the Dolphins could make a player be happy to be done for the season 💀 pic.twitter.com/nhSgCUQOnb— NFL Memes (@NFL_Memes) September 30, 2025 Óttast er að tímabili hans sé lokið en Dolphins-liðinu tókst án hans að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu, sem er lífsbjörg fyrir þjálfarann Mike McDaniel sem hefur sætt töluverðri gagnrýni á yfirstandandi leiktíð. Þar mátti að stórum hluta þakka innherjanum Darren Waller, sem tók skóna af hillunni til að semja við Dolphins í sumar. Hann skoraði tvö snertimörk í 27-21 sigri. Í hinum leik næturinnar fóru Denver Broncos illa með Cincinnati Bengals. Lokatölur í Denver urðu 28-3 þar sem Bengals-lið án meidds leikstjórnanda Joe Burrow sér fram á annað magurt ár. Nix to Sutton for the TD right before half!CINvsDEN on ABCStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/djHAJTyqO1— NFL (@NFL) September 30, 2025 Bo Nix, leikstjórnandi Broncos, fór mikinn er hann kastaði fyrir 326 stikum og tveimur snertimörkum, auk þess að hlaupa sjálfur í endamarkið í eitt skiptið. J.K. Dobbins er þá fyrsti hlauparinn sem fer yfir 100 stikurnar fyrir lið Broncos í 38 leiki, en hann átti fínasta leik í nótt. Bæði Bengals og Broncos hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. NFL Tengdar fréttir Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. 21. mars 2024 17:01 Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. 10. apríl 2025 15:02 Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar. 14. febrúar 2025 11:45 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 NFL-stjarna á tíu börn og hefur eignast fjögur síðasta árið Tyreek Hill, stjarna Miami Dolphins í NFL-deildinni, er duglegur að fjölga sér, allavega miðað við nýleg ummæli hans. 26. apríl 2024 09:00 Eldur í húsi Tyreek Hill sem yfirgaf æfingu Dolphins Eldur kom upp í glæsihúsi NFL útherjans Tyreek Hill nú í kvöld. Hill er leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni og yfirgaf æfingu liðsins nú síðdegis. 3. janúar 2024 20:00 Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
Hill hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann var besti útherji deildarinnar og raðaði inn snertimörkum á þarsíðustu leiktíð en síðan hefur samstarf hans við leikstjórnandann Tua Tagovailoa súrnað. Tagovailoa hefur farið aftur vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Hill fór hins vegar ágætlega af stað í leik gærkvöldsins, hafði gripið boltann sex sinnum og farið 67 stikur þegar hann var tæklaður í byrjun þriðja leikhluta. Fótur hans skekktist út á við og leit hreint ekki vel út. Óttast er að hann hafi farið úr hnjálið. Gott er að vara við myndunum af meiðslunum, sem eru ekki fyrir viðkvæma. TYREEK HILL’S LEG.OH MY GOODNESS.AWFUL 💔💔💔 pic.twitter.com/YkLiUet9cz— MLFootball (@_MLFootball) September 30, 2025 Viðbrögð Tyreeks er honum var trillað af velli vöktu einnig töluverða athygli. Hann klappaði saman höndum, brosti, hló og þakkaði svo áhorfendum. Hvort um kaldhæðni hafi verið að ræða liggur ekki fyrir en útherjinn er sannarlega óhefðbundinn fír. Only the Dolphins could make a player be happy to be done for the season 💀 pic.twitter.com/nhSgCUQOnb— NFL Memes (@NFL_Memes) September 30, 2025 Óttast er að tímabili hans sé lokið en Dolphins-liðinu tókst án hans að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu, sem er lífsbjörg fyrir þjálfarann Mike McDaniel sem hefur sætt töluverðri gagnrýni á yfirstandandi leiktíð. Þar mátti að stórum hluta þakka innherjanum Darren Waller, sem tók skóna af hillunni til að semja við Dolphins í sumar. Hann skoraði tvö snertimörk í 27-21 sigri. Í hinum leik næturinnar fóru Denver Broncos illa með Cincinnati Bengals. Lokatölur í Denver urðu 28-3 þar sem Bengals-lið án meidds leikstjórnanda Joe Burrow sér fram á annað magurt ár. Nix to Sutton for the TD right before half!CINvsDEN on ABCStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/djHAJTyqO1— NFL (@NFL) September 30, 2025 Bo Nix, leikstjórnandi Broncos, fór mikinn er hann kastaði fyrir 326 stikum og tveimur snertimörkum, auk þess að hlaupa sjálfur í endamarkið í eitt skiptið. J.K. Dobbins er þá fyrsti hlauparinn sem fer yfir 100 stikurnar fyrir lið Broncos í 38 leiki, en hann átti fínasta leik í nótt. Bæði Bengals og Broncos hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar.
NFL Tengdar fréttir Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. 21. mars 2024 17:01 Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. 10. apríl 2025 15:02 Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar. 14. febrúar 2025 11:45 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 NFL-stjarna á tíu börn og hefur eignast fjögur síðasta árið Tyreek Hill, stjarna Miami Dolphins í NFL-deildinni, er duglegur að fjölga sér, allavega miðað við nýleg ummæli hans. 26. apríl 2024 09:00 Eldur í húsi Tyreek Hill sem yfirgaf æfingu Dolphins Eldur kom upp í glæsihúsi NFL útherjans Tyreek Hill nú í kvöld. Hill er leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni og yfirgaf æfingu liðsins nú síðdegis. 3. janúar 2024 20:00 Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. 21. mars 2024 17:01
Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. 10. apríl 2025 15:02
Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar. 14. febrúar 2025 11:45
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25
NFL-stjarna á tíu börn og hefur eignast fjögur síðasta árið Tyreek Hill, stjarna Miami Dolphins í NFL-deildinni, er duglegur að fjölga sér, allavega miðað við nýleg ummæli hans. 26. apríl 2024 09:00
Eldur í húsi Tyreek Hill sem yfirgaf æfingu Dolphins Eldur kom upp í glæsihúsi NFL útherjans Tyreek Hill nú í kvöld. Hill er leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni og yfirgaf æfingu liðsins nú síðdegis. 3. janúar 2024 20:00
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31