Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 17:13 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag, aðeins tæpum tveimur vikum eftir aðalmeðferð. Vísir/Vilhelm Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær. Vísir sat aðalmeðferð málsins, sem fór fram fyrir tæplega tveimur vikum. Lýsingar Moreta, sem dómari tók ekkert mark á, eru reifaðar í fréttinni hér að neðan: Maðurinn sem flutti efnin til landsins hlaut dóm fyrir sinn hluta málsins um miðjan júlí eftir að hafa játað brot sín skýlaust. Játaði og vísaði á hinn Sá kom með 2,9 kíló af kókaíni í ferðatösku með flugi til Keflavíkurflugvallar og afhenti þau síðar öðrum manni sem einnig var ákærður fyrir brotið. Kókaínið var af 82 til 85 prósenta styrkleika og ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Upphaflega var hann ákærður fyrir að hafa framið brotið í félagi við Spánverjann en eftir að hann neitaði því var fallið frá þeim hluta ákærunnar. Spánverjinn var sömuleiðis upphaflega ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum í félagi við manninn en fallið var frá þeim hluta og hann ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa reynt að taka við fíkniefnunum og varsla þau. Engin fíkniefni var þó að finna í fórum hans enda hafði lögregla fjarlægt þau úr ferðatösku þess sem kom með þau til landsins. Í aðalmeðferðinni kom fram að sá hefði aðstoðað lögreglu við að góma Moreta. Framburðir stangast á Í aðalmeðferðinni var miklu púðri eytt í það að reyna að komast að því hvað hefði gengið á inni í íbúð í Fossvogi í Reykjavík þar sem mennirnir tveir voru handteknir. Í dóminum segir að maðurinn sem þegar hafði hlotið dóm hefði sagt fyrir dómi að hann hefði farið inn í íbúðina, lagt ferðatösku sína frá sér á gólfi við hlið rúms í svefnherbergi íbúðarinnar, fylgst með Moreta opna töskuna þar og strax á eftir farið út og í fang lögreglu. Jafnframt hafi hann hafnað því alfarið að hafa sjálfur opnað töskuna og sett fatnað úr henni í þvottavél. Á móti standi sá framburður Moreta hjá lögreglu að hinn maðurinn hefði komið inn í íbúðina, viljað bjór, í framhaldi opnað ferðatöskuna, tekið úr henni svart tæki (staðsetningarbúnað lögreglu) og fatnað, lagt tækið á rúmið í svefnherberginu, sett föt úr töskunni í þvottavél, því næst farið út að reykja, hann á sama tíma stungið tækinu í vasa sinn, ætlað að spyrja manninn hvað þetta væri og lögregla í sömu andrá ruðst inn í íbúðina. Enn fremur standi á móti sá framburður Moretas fyrir dómi, sem sé samhljóða fyrri frásögn í öllum meginatriðum, þó þannig að maðurinn eigi að hafa spurt hann um þvottavél, opnað ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi til að setja fatnað úr henni í vélina, skilið töskuna eftir á gólfinu og farið út til að reykja eða skreppa í búð. Hann hafi aldrei kvikað frá því að hann hefði á engum tímapunkti móttekið töskuna, hvað þá snert hana og þvertekið fyrir að hafa opnað innra byrði tómrar töskunnar. Það sé álit dómsins að framangreindur framburður mannsins, virtur einn og sér, sé trúverðugur og styðji þær sakargiftir á hendur Moreta að hann hafi í Airbnb íbúðinni gert tilraun til að móttaka og varsla fíkniefni sem hann hefði sama dag smyglað til landsins í annarri ferðatösku. Með ólíkindum að hann hafi gist frítt Þá segir að um mat á trúverðugleika Moretas um sömu atriði sé í fleiri horn að líta. Fyrir það fyrsta þyki með ólíkindum sú frásögn hans að hann hafi í apríl gist þrjár til fjórar nætur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur, svo sem hann hafi borið hjá lögreglu, eða jafnvel mun lengur, svo sem ráða megi af dómsframburði hans, án þess að vita hvað hótelið heiti eða hvar það sé nánar staðsett. Verði í því sambandi ekki annað ráðið en að hann hafi sjálfur greitt fyrir meinta gistingu. Í annan stað þyki með miklum ólíkindum sú frásögn hans að á hótelinu hafi hann kynnst manni að nafni Jónatan, sá maður séð aumur á honum vegna fjárskorts og ekki aðeins útvegað honum endurgjaldslaus afnot af Airbnb íbúðinni í 5 til 6 daga gegn því einu að hann hleypti ókunnum manni inn í íbúðina, heldur einnig lánað honum, af góðsemi einni, iPhone farsíma. Í þriðja liggi fyrir sá dómsframburður eiganda Airbnb íbúðarinnar, sem hafi engra hagsmuna að gæta af málsúrslitum og dómurinn meti trúverðugan, að enginn hafi flutt inn í íbúðina fyrr en að kvöldi 21. apríl, þá er karlmaður, sem svari sterklega til útlits Moretas, kom og fékk hjá eigandanum talnakóða til að nálgast lykil að íbúðinni. Þyki þessi trúverðugi framburður eigandans hrekja öndverðan framburð Moretas um hvenær og hvernig hann fékk lykil í hendur og það sé álit dómsins að sá framburður hans sé rangur og haldlaus við úrlausn máls. Þegar við þetta bætist sú staðreynd að hinn maðurinn hafi vitað lögregla biði eftir að ryðjast inn í Airbnb íbúðina þegar hann fór þangað inn. Þyki sá framburður Moretas með hreinum ólíkindum að maðurinn hefði óskað eftir að þvo fatnað úr ferðatösku þeirri sem lögregla hafði skömmu áður afhent honum. Þá verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að maðurinn hafi skilið við ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi íbúðarinnar og Moreta eftir það fært töskuna inn á baðherbergisgólf. Að því gættu og með vísan til myndaskýrslu lögreglu, sem sýni glöggt að taskan stóð þar tóm og búið að opna innra byrði hennar, verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að Moreta hafi opnað innra byrðið og það í þeim tilgangi að kanna hvort þar væri að finna fíkniefni. Hlutverkið skiptir ekki máli Samkvæmt þessu sé það álit dómsins að framburður Moretas í heild og skýringar hans á dvöl sinni í Airbnb íbúðinni séu afar ótrúverðugar og að engu hafandi við úrlausn máls. Að því sögðu telji dómurinn einsætt að honum hafi verið falið það hlutverk í fíkniefnainnflutningi hins mannsins að taka á móti ferðatösku með fíkniefnum í og hann þannig verið hlekkur í framkvæmd þess brots sem ákært er fyrir. Óháð því hvort hlutverk hans hafi eingöngu falist í því að móttaka fíkniefnin og varsla þau tímabundið áður en þau væru öðrum afhent til söludreifingar, þyki óhætt að slá því föstu að ásetningur hans hafi náð til þess að taka þátt í fíkniefnainnflutningi og honum staðið á sama um hvaða efni væri að ræða og í hvaða magni. Hann sé þannig sannur að þeirri sök sem hann er borinn í málinu og þyki réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Að gættu því að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi en einnig alvarleika brots hans þyki refsing hans hæfilega ákveðin þriggja ára fangelsisvist. Loks var Moreta dæmdur til að greiða málsvarnarlaun og aksturskostnað verjanda síns, alls 2,9 milljónir króna. Dómsmál Smygl Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær. Vísir sat aðalmeðferð málsins, sem fór fram fyrir tæplega tveimur vikum. Lýsingar Moreta, sem dómari tók ekkert mark á, eru reifaðar í fréttinni hér að neðan: Maðurinn sem flutti efnin til landsins hlaut dóm fyrir sinn hluta málsins um miðjan júlí eftir að hafa játað brot sín skýlaust. Játaði og vísaði á hinn Sá kom með 2,9 kíló af kókaíni í ferðatösku með flugi til Keflavíkurflugvallar og afhenti þau síðar öðrum manni sem einnig var ákærður fyrir brotið. Kókaínið var af 82 til 85 prósenta styrkleika og ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Upphaflega var hann ákærður fyrir að hafa framið brotið í félagi við Spánverjann en eftir að hann neitaði því var fallið frá þeim hluta ákærunnar. Spánverjinn var sömuleiðis upphaflega ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum í félagi við manninn en fallið var frá þeim hluta og hann ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa reynt að taka við fíkniefnunum og varsla þau. Engin fíkniefni var þó að finna í fórum hans enda hafði lögregla fjarlægt þau úr ferðatösku þess sem kom með þau til landsins. Í aðalmeðferðinni kom fram að sá hefði aðstoðað lögreglu við að góma Moreta. Framburðir stangast á Í aðalmeðferðinni var miklu púðri eytt í það að reyna að komast að því hvað hefði gengið á inni í íbúð í Fossvogi í Reykjavík þar sem mennirnir tveir voru handteknir. Í dóminum segir að maðurinn sem þegar hafði hlotið dóm hefði sagt fyrir dómi að hann hefði farið inn í íbúðina, lagt ferðatösku sína frá sér á gólfi við hlið rúms í svefnherbergi íbúðarinnar, fylgst með Moreta opna töskuna þar og strax á eftir farið út og í fang lögreglu. Jafnframt hafi hann hafnað því alfarið að hafa sjálfur opnað töskuna og sett fatnað úr henni í þvottavél. Á móti standi sá framburður Moreta hjá lögreglu að hinn maðurinn hefði komið inn í íbúðina, viljað bjór, í framhaldi opnað ferðatöskuna, tekið úr henni svart tæki (staðsetningarbúnað lögreglu) og fatnað, lagt tækið á rúmið í svefnherberginu, sett föt úr töskunni í þvottavél, því næst farið út að reykja, hann á sama tíma stungið tækinu í vasa sinn, ætlað að spyrja manninn hvað þetta væri og lögregla í sömu andrá ruðst inn í íbúðina. Enn fremur standi á móti sá framburður Moretas fyrir dómi, sem sé samhljóða fyrri frásögn í öllum meginatriðum, þó þannig að maðurinn eigi að hafa spurt hann um þvottavél, opnað ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi til að setja fatnað úr henni í vélina, skilið töskuna eftir á gólfinu og farið út til að reykja eða skreppa í búð. Hann hafi aldrei kvikað frá því að hann hefði á engum tímapunkti móttekið töskuna, hvað þá snert hana og þvertekið fyrir að hafa opnað innra byrði tómrar töskunnar. Það sé álit dómsins að framangreindur framburður mannsins, virtur einn og sér, sé trúverðugur og styðji þær sakargiftir á hendur Moreta að hann hafi í Airbnb íbúðinni gert tilraun til að móttaka og varsla fíkniefni sem hann hefði sama dag smyglað til landsins í annarri ferðatösku. Með ólíkindum að hann hafi gist frítt Þá segir að um mat á trúverðugleika Moretas um sömu atriði sé í fleiri horn að líta. Fyrir það fyrsta þyki með ólíkindum sú frásögn hans að hann hafi í apríl gist þrjár til fjórar nætur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur, svo sem hann hafi borið hjá lögreglu, eða jafnvel mun lengur, svo sem ráða megi af dómsframburði hans, án þess að vita hvað hótelið heiti eða hvar það sé nánar staðsett. Verði í því sambandi ekki annað ráðið en að hann hafi sjálfur greitt fyrir meinta gistingu. Í annan stað þyki með miklum ólíkindum sú frásögn hans að á hótelinu hafi hann kynnst manni að nafni Jónatan, sá maður séð aumur á honum vegna fjárskorts og ekki aðeins útvegað honum endurgjaldslaus afnot af Airbnb íbúðinni í 5 til 6 daga gegn því einu að hann hleypti ókunnum manni inn í íbúðina, heldur einnig lánað honum, af góðsemi einni, iPhone farsíma. Í þriðja liggi fyrir sá dómsframburður eiganda Airbnb íbúðarinnar, sem hafi engra hagsmuna að gæta af málsúrslitum og dómurinn meti trúverðugan, að enginn hafi flutt inn í íbúðina fyrr en að kvöldi 21. apríl, þá er karlmaður, sem svari sterklega til útlits Moretas, kom og fékk hjá eigandanum talnakóða til að nálgast lykil að íbúðinni. Þyki þessi trúverðugi framburður eigandans hrekja öndverðan framburð Moretas um hvenær og hvernig hann fékk lykil í hendur og það sé álit dómsins að sá framburður hans sé rangur og haldlaus við úrlausn máls. Þegar við þetta bætist sú staðreynd að hinn maðurinn hafi vitað lögregla biði eftir að ryðjast inn í Airbnb íbúðina þegar hann fór þangað inn. Þyki sá framburður Moretas með hreinum ólíkindum að maðurinn hefði óskað eftir að þvo fatnað úr ferðatösku þeirri sem lögregla hafði skömmu áður afhent honum. Þá verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að maðurinn hafi skilið við ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi íbúðarinnar og Moreta eftir það fært töskuna inn á baðherbergisgólf. Að því gættu og með vísan til myndaskýrslu lögreglu, sem sýni glöggt að taskan stóð þar tóm og búið að opna innra byrði hennar, verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að Moreta hafi opnað innra byrðið og það í þeim tilgangi að kanna hvort þar væri að finna fíkniefni. Hlutverkið skiptir ekki máli Samkvæmt þessu sé það álit dómsins að framburður Moretas í heild og skýringar hans á dvöl sinni í Airbnb íbúðinni séu afar ótrúverðugar og að engu hafandi við úrlausn máls. Að því sögðu telji dómurinn einsætt að honum hafi verið falið það hlutverk í fíkniefnainnflutningi hins mannsins að taka á móti ferðatösku með fíkniefnum í og hann þannig verið hlekkur í framkvæmd þess brots sem ákært er fyrir. Óháð því hvort hlutverk hans hafi eingöngu falist í því að móttaka fíkniefnin og varsla þau tímabundið áður en þau væru öðrum afhent til söludreifingar, þyki óhætt að slá því föstu að ásetningur hans hafi náð til þess að taka þátt í fíkniefnainnflutningi og honum staðið á sama um hvaða efni væri að ræða og í hvaða magni. Hann sé þannig sannur að þeirri sök sem hann er borinn í málinu og þyki réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Að gættu því að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi en einnig alvarleika brots hans þyki refsing hans hæfilega ákveðin þriggja ára fangelsisvist. Loks var Moreta dæmdur til að greiða málsvarnarlaun og aksturskostnað verjanda síns, alls 2,9 milljónir króna.
Dómsmál Smygl Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira