Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 16:53 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Evgenia Novozhenina Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50