„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2025 15:09 Magnús Hafliðason framkvæmdastjóri segir að rætt hafi verið við starfsfólk N1 sem átti hlut að máli, og skerpt á verklagi. Vísir/Vilhelm Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“ Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“
Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira