Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar 25. september 2025 08:02 Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun