Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2025 08:00 Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun