Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:26 Trump sagði í gær að Selenskí væri „hugrakkur maður“. Spurður að því hvort hann treysti enn Vladimir Pútín, sagði hann það myndu koma í ljós innan mánaðar en Trump hefur ítrekað lengt í gálgafresti Rússa. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira