Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 23:43 Lögreglan dreifði þessum myndum af Guðmundi við rannsókn málsins. Lögreglan í Svíþjóð Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar. Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar.
Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira