Formúla 1

Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku

Siggeir Ævarsson skrifar
Lando Norris var fljótastur á æfingu í morgun.
Lando Norris var fljótastur á æfingu í morgun. Vísir/Getty

Lando Norris, ökumaður McLaren, átti besta tímann á síðustu æfingu í Baku í Aserbaísjan í morgun. Liðsfélagi hans, Oscar Piastri, var þriðji en heimsmeistarinn Max Verstappen skaut sér á milli þeirra, 0,222 sekúndum á eftir Norris.

Þeir McLaren félagar leiða keppni ökumanna í ár, Piastri með 324 stig en Norris með 293. Eru þeir með nokkuð afgerandi forskot á Verstappen sem er þriðji með 230 stig. 

Veðrið hafði töluvert að segja á æfingunni í morgun en mjög hvasst var í Baku og veðurspáin segir að það muni jafnvel bæta í en til allrar hamingju er engin rigning í kortunum.

Tímatakan í Baku hefst klukkan 12:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá 11:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×