Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2025 20:03 Það var mikið klappað þegar Gervigreindarvélmennin voru sett af stað og byrjuðu að vinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú Gervigreindarvélmenni hafa tekið til starfa hjá Íslenska Gámafélaginu en hlutverk þeirra er að flokka sorp á flokkunarlínu félagsins. Vélmennin þekkja, flokka og aðskilja endurvinnanleg efni með mikilli nákvæmni. Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira