Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 15:27 Frá leik á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Vísir/Jón Gautur Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að heimavöllur handboltaliðs Aftureldingar yrði merktur með nafninu Myntkaupshöllin næstu þrjú árin. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs bæjarins taldi samstarfið styrkja ímynd handknattleiksdeildarinnar. Fimm fulltrúar í bæjarráði samþykktu erindi Aftureldingar um að fá að merkja íþróttahúsið að Varmá með nafni rafmyntafyrirtækisins frá og með haustinu og næstu þrjú keppnistímabilin á fundi sínum í gær. Félagið fékk leyfi frá bænum til að selja nafn á íþróttamannvirkjum árið 2019 með skilyrði um að bæjarráð samþykkti nafnið. Knattspyrnuvöllur félagsins hefur verið kenndur við fyrirtækin Fagverk og Malbiksstöðina undanfarin ár. Í erindi sínu vísaði Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri félagsins, til þess að rekstrargrundvöllur íþróttafélaga væri að stærstum hluta byggður á sterkum samstarfsaðilum. Saminingar af þessari stærð við Myntkaup væru sjaldgæfir. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, skilaði bæjarráði umsögn um nafnkaupin. Vísaði hann til fordæma hjá bænum og öðrum sveitarfélögum þegar hann lagði til að erindið yrði samþykkt. „Myntkaup hefur sýnt vilja til að styðja við starfsemi handknattleiksdeildar UMFA með því að tengja sitt nafn við keppnishöllina. Slík samvinna er mikilvægt framlag til fjárhagslegs öryggis og styrkir bæði rekstur og ímynd deildarinnar,“ sagði umsögn hans. Seðlabankastjóri er á meðal þeirra sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta eins og Bitcoin sem Myntkaup auglýsa meðal annars á vefsíðu sinni. Líkti hann viðskiptum með rafmyntir við pýramídasvindl árið 2021. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur einnig sagt að þau séu fyrst og fremst spákaupmennska. Fordæmi eru fyrir því erlendis að rafmyntafyrirtæki kaupi nafnarétt á íþróttaleikvöngum. Þannig var heimavöllur bandaríska körfuknattleiksliðsins Miami Heat kenndur við rafmyntakauphöllina FTX áður en fyrirtækið hrundi í skugga áskana um milljarða misferli stjórnenda. Stofnandi fyrirtækisins var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti í fyrra. Rafmyntir Afturelding Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Fimm fulltrúar í bæjarráði samþykktu erindi Aftureldingar um að fá að merkja íþróttahúsið að Varmá með nafni rafmyntafyrirtækisins frá og með haustinu og næstu þrjú keppnistímabilin á fundi sínum í gær. Félagið fékk leyfi frá bænum til að selja nafn á íþróttamannvirkjum árið 2019 með skilyrði um að bæjarráð samþykkti nafnið. Knattspyrnuvöllur félagsins hefur verið kenndur við fyrirtækin Fagverk og Malbiksstöðina undanfarin ár. Í erindi sínu vísaði Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri félagsins, til þess að rekstrargrundvöllur íþróttafélaga væri að stærstum hluta byggður á sterkum samstarfsaðilum. Saminingar af þessari stærð við Myntkaup væru sjaldgæfir. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, skilaði bæjarráði umsögn um nafnkaupin. Vísaði hann til fordæma hjá bænum og öðrum sveitarfélögum þegar hann lagði til að erindið yrði samþykkt. „Myntkaup hefur sýnt vilja til að styðja við starfsemi handknattleiksdeildar UMFA með því að tengja sitt nafn við keppnishöllina. Slík samvinna er mikilvægt framlag til fjárhagslegs öryggis og styrkir bæði rekstur og ímynd deildarinnar,“ sagði umsögn hans. Seðlabankastjóri er á meðal þeirra sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta eins og Bitcoin sem Myntkaup auglýsa meðal annars á vefsíðu sinni. Líkti hann viðskiptum með rafmyntir við pýramídasvindl árið 2021. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur einnig sagt að þau séu fyrst og fremst spákaupmennska. Fordæmi eru fyrir því erlendis að rafmyntafyrirtæki kaupi nafnarétt á íþróttaleikvöngum. Þannig var heimavöllur bandaríska körfuknattleiksliðsins Miami Heat kenndur við rafmyntakauphöllina FTX áður en fyrirtækið hrundi í skugga áskana um milljarða misferli stjórnenda. Stofnandi fyrirtækisins var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti í fyrra.
Rafmyntir Afturelding Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira