Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 14:19 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, lýsir áhyggjum af boðuðum hækkunum stjórnvalda. Vísir/aðsend Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni. Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni.
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira