Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 10:20 Júlía Navalnaja segir eiginmann sinn hafa verið myrtan. Hún er sjálf skotmark rússneskra stjórnvalda sem líða ekkert andóf. Vísir/EPA Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. „Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
„Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira