Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 09:43 Forsetahjónin skoðuðu sig um í Windsor-kastala í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar. Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira