Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 18:22 Fangamyndir af Tyler Robinson sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum. Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48