Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2025 11:44 Getty Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni. Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni.
Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27
Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10
Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55