Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2025 11:44 Getty Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni. Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni.
Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27
Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10
Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55