Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar 16. september 2025 08:02 Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. En sá misskilningur ríkir meðal margra, m.a. stjórnmálafólks, að hægt sé að virkja endurnýjanlega orkugjafa endalaust. Þrátt fyrir að Ísland framleiði átta sinnum meiri raforku á íbúa en meðaltalið í Evrópu og að orkuneysla okkar Íslendinga á mann sé sú næstmesta í heimi er eftirspurn eftir orku óseðjandi. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er samasemmerki milli virkjunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni. Slíkir orkugjafar stuðla aðeins að sjálfbærri þróun ef þeir eru notaðir í hófi og ef við sóum ekki orku. Allar virkjanir eru inngrip inn í náttúruna. Auk þess þarfnast virkjanir alls konar hráefna og jarðefna. Námugröftur og vinnsla hefur neikvæð áhrif á umhverfi og fólk í öðrum, oft fátækum löndum (neikvæð smitáhrif Íslands). Þolmörk náttúrunnar Staða náttúrunnar á hnattræna vísu er orðin þannig að loftslagshamfarir, tap líffræðilegrar fjölbreytni, mengun og hnignun vistkerfa ógna tilveru okkar. Við erum komin yfir þolmörkin á sex af níu lykilkerfum jarðar. Stutt er í vendipunkta sem hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Hvert óraskað svæði í náttúrunni skiptir máli, ekki einungis fyrir viðkomandi svæði heldur fyrir heilsu vistkerfa í hnattrænu samhengi. Náttúruvernd er siðferðisleg skylda okkar og snýst um að snúa þróuninni við, bera ábyrgð og stuðla að réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Kapphlaup um hráefni Taka þarf tillit til fleiri þátta þegar ákveðið er að virkja. Í þessari grein er aðallega eitt atriði tekið fyrir, notkun ýmissa hráefna og hnattrænu áhrifin. Orka frá sól og vindi er nær óendanleg og vatnsorku- og jarðvarmamöguleikar eru víða. En auðlindirnar sem þarf til að framleiða þessa orku eru ekki óendanlegar. Hætta er á því að ýmis hráefni verði jafnvel uppurin í kringum 2050. Vegna orkuskipta og vaxtar stafrænnar tækni er eftirspurn eftir hráefnum að aukast gríðarlega. Sem dæmi má nefna að talið er að Evrópusambandið muni þurfa næstum 60 sinnum meira litíum og 15 sinnum meira kóbalt árið 2050 en það notar í dag. Og um 90% af kopar verður uppurin fyrir árið 2050. Svipuð þróun á við öll lönd sem eru að færa sig frá notkun jarðefnaeldsneytis til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta hefur leitt til landfræðilegrar pólitískrar baráttu um aðgang að jarðefnum fyrir orkuskiptin. Þannig er leiðin frá aðgengi að mikilvægum jarðefnum til svokallaðrar hreinnar eða grænnar orku flóknari, óhreinni og ekki endilega grænn. Nafnið villir fólki sýn. Námugröftur og vinnsla mikilvægra jarðefna hefur í för með sér mikil neikvæð umhverfisáhrif. Hreinsunarferlin sem þarf til að vinna sjaldgæfa málma úr málmgrýti eru afar mengandi. Námuvinnslan krefst gríðarlegrar vatnsnotkunar en á mörgum námusvæðum eins og í Rússlandi, Chile og Ástralíu ríkir nú þegar vatnsskortur. 15-17% af orkunotkun heimsins er eingöngu notuð til jarðefnavinnslu. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 frá Blacksmith Institute um verstu mengunarvandamál heims, eru námu- og málmgrýtisvinnsla önnur mengunarmesta atvinnugreinin. Við verðum að hugsa hnattrænt og ekki færa byrðina af mengun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna eyðileggingu vistkerfa og námuvinnslu yfir á önnur lönd. Þannig mun hnattræn losun ekki minnka. Þar að auki er námugröftur mikilvægra jarðefna oft stundaður við erfiðar og hættulegar aðstæður þar sem mannréttindabrot eru algeng. Við flest höfum heyrt um barnaþrælkun og spillingu sem á sér til dæmis stað í kóbaltnámuvinnslu í Kongó. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli kóbaltnámuvinnslu og tilfella af fæðingargöllum barna. Kolefnis-rörsýn Kolefnisfótspor heims er um þessar mundir 60% af heildarvistspori heims. Ekki er nóg að horfa á losun gróðurhúsalofttegunda til að stuðla að árangursríkum loftslagsaðgerðum heldur þarf að horfa á fleiri þætti eins og t.d. jarðefnafótsporið. Það dugar ekki að breyta úr ósjálfbæru jarðefnaeldsneytisdrifnu kerfi yfir í ósjálfbært rafdrifið kerfi og halda áfram að menga, ofnýta, fara yfir þolmörk jarðar og brjóta mannréttindi. Við, sem erum rík þjóð, getum ekki haldið áfram að arðræna náttúruna og fátækt fólk í öðrum löndum, til að viðhalda okkar neyslu-, eyðslu- og sóunarlífsháttum. Forréttindi okkar eru á kostnað náttúrunnar og annars fólks. Tiltekt Með þessu er ég ekki að tala niður orkuöflun með endurnýjanlegum orkugjöfum því mannkynið þarf á henni að halda. Fyrst og fremst þurfa þau lönd að fá tækifæri til þess að stórauka hana sem hafa hingað til reitt sig á notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Við hér á Íslandi ættum því að stiga til hliðar og sníða okkur stakk eftir vexti. Ríkisstjórnin vill taka til. Ég skora á hana, í dag á Degi íslenskrar náttúru sem og á öllum öðrum dögum, að taka til í orkumálum og skipuleggja þau þannig að við þurfum ekki að virkja meira í bili, forgangsraða orkunotkun, bæta dreifikerfið, minnka sóun og spara orku. Því allt hefur sín takmörk. Þetta væri mikilvægt skref fyrir náttúru Íslands og gagnvart loforðum og samningum okkar um loftslagsmál, líffræðilegra fjölbreytni og sjálfbæra þróun og er siðferðisleg skylda okkar. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. En sá misskilningur ríkir meðal margra, m.a. stjórnmálafólks, að hægt sé að virkja endurnýjanlega orkugjafa endalaust. Þrátt fyrir að Ísland framleiði átta sinnum meiri raforku á íbúa en meðaltalið í Evrópu og að orkuneysla okkar Íslendinga á mann sé sú næstmesta í heimi er eftirspurn eftir orku óseðjandi. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er samasemmerki milli virkjunar á endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni. Slíkir orkugjafar stuðla aðeins að sjálfbærri þróun ef þeir eru notaðir í hófi og ef við sóum ekki orku. Allar virkjanir eru inngrip inn í náttúruna. Auk þess þarfnast virkjanir alls konar hráefna og jarðefna. Námugröftur og vinnsla hefur neikvæð áhrif á umhverfi og fólk í öðrum, oft fátækum löndum (neikvæð smitáhrif Íslands). Þolmörk náttúrunnar Staða náttúrunnar á hnattræna vísu er orðin þannig að loftslagshamfarir, tap líffræðilegrar fjölbreytni, mengun og hnignun vistkerfa ógna tilveru okkar. Við erum komin yfir þolmörkin á sex af níu lykilkerfum jarðar. Stutt er í vendipunkta sem hafa í för með sér óafturkræfar afleiðingar. Hvert óraskað svæði í náttúrunni skiptir máli, ekki einungis fyrir viðkomandi svæði heldur fyrir heilsu vistkerfa í hnattrænu samhengi. Náttúruvernd er siðferðisleg skylda okkar og snýst um að snúa þróuninni við, bera ábyrgð og stuðla að réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Kapphlaup um hráefni Taka þarf tillit til fleiri þátta þegar ákveðið er að virkja. Í þessari grein er aðallega eitt atriði tekið fyrir, notkun ýmissa hráefna og hnattrænu áhrifin. Orka frá sól og vindi er nær óendanleg og vatnsorku- og jarðvarmamöguleikar eru víða. En auðlindirnar sem þarf til að framleiða þessa orku eru ekki óendanlegar. Hætta er á því að ýmis hráefni verði jafnvel uppurin í kringum 2050. Vegna orkuskipta og vaxtar stafrænnar tækni er eftirspurn eftir hráefnum að aukast gríðarlega. Sem dæmi má nefna að talið er að Evrópusambandið muni þurfa næstum 60 sinnum meira litíum og 15 sinnum meira kóbalt árið 2050 en það notar í dag. Og um 90% af kopar verður uppurin fyrir árið 2050. Svipuð þróun á við öll lönd sem eru að færa sig frá notkun jarðefnaeldsneytis til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta hefur leitt til landfræðilegrar pólitískrar baráttu um aðgang að jarðefnum fyrir orkuskiptin. Þannig er leiðin frá aðgengi að mikilvægum jarðefnum til svokallaðrar hreinnar eða grænnar orku flóknari, óhreinni og ekki endilega grænn. Nafnið villir fólki sýn. Námugröftur og vinnsla mikilvægra jarðefna hefur í för með sér mikil neikvæð umhverfisáhrif. Hreinsunarferlin sem þarf til að vinna sjaldgæfa málma úr málmgrýti eru afar mengandi. Námuvinnslan krefst gríðarlegrar vatnsnotkunar en á mörgum námusvæðum eins og í Rússlandi, Chile og Ástralíu ríkir nú þegar vatnsskortur. 15-17% af orkunotkun heimsins er eingöngu notuð til jarðefnavinnslu. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 frá Blacksmith Institute um verstu mengunarvandamál heims, eru námu- og málmgrýtisvinnsla önnur mengunarmesta atvinnugreinin. Við verðum að hugsa hnattrænt og ekki færa byrðina af mengun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna eyðileggingu vistkerfa og námuvinnslu yfir á önnur lönd. Þannig mun hnattræn losun ekki minnka. Þar að auki er námugröftur mikilvægra jarðefna oft stundaður við erfiðar og hættulegar aðstæður þar sem mannréttindabrot eru algeng. Við flest höfum heyrt um barnaþrælkun og spillingu sem á sér til dæmis stað í kóbaltnámuvinnslu í Kongó. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli kóbaltnámuvinnslu og tilfella af fæðingargöllum barna. Kolefnis-rörsýn Kolefnisfótspor heims er um þessar mundir 60% af heildarvistspori heims. Ekki er nóg að horfa á losun gróðurhúsalofttegunda til að stuðla að árangursríkum loftslagsaðgerðum heldur þarf að horfa á fleiri þætti eins og t.d. jarðefnafótsporið. Það dugar ekki að breyta úr ósjálfbæru jarðefnaeldsneytisdrifnu kerfi yfir í ósjálfbært rafdrifið kerfi og halda áfram að menga, ofnýta, fara yfir þolmörk jarðar og brjóta mannréttindi. Við, sem erum rík þjóð, getum ekki haldið áfram að arðræna náttúruna og fátækt fólk í öðrum löndum, til að viðhalda okkar neyslu-, eyðslu- og sóunarlífsháttum. Forréttindi okkar eru á kostnað náttúrunnar og annars fólks. Tiltekt Með þessu er ég ekki að tala niður orkuöflun með endurnýjanlegum orkugjöfum því mannkynið þarf á henni að halda. Fyrst og fremst þurfa þau lönd að fá tækifæri til þess að stórauka hana sem hafa hingað til reitt sig á notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Við hér á Íslandi ættum því að stiga til hliðar og sníða okkur stakk eftir vexti. Ríkisstjórnin vill taka til. Ég skora á hana, í dag á Degi íslenskrar náttúru sem og á öllum öðrum dögum, að taka til í orkumálum og skipuleggja þau þannig að við þurfum ekki að virkja meira í bili, forgangsraða orkunotkun, bæta dreifikerfið, minnka sóun og spara orku. Því allt hefur sín takmörk. Þetta væri mikilvægt skref fyrir náttúru Íslands og gagnvart loforðum og samningum okkar um loftslagsmál, líffræðilegra fjölbreytni og sjálfbæra þróun og er siðferðisleg skylda okkar. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun