Viðskipti innlent

Birgir til Banana

Árni Sæberg skrifar
Birgir Hrafn hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana.
Birgir Hrafn hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana. Bananar

Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Birgir Hrafn búi yfir tveggja áratuga reynslu af stjórnun og ráðgjöf. Hann hafi síðast starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og þar áður sem forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Controlant og deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica. Þá hafi hann starfað í rúm tíu ár sem ráðgjafi á sviði rekstrar, fjármála og aðfangakeðju hjá Capacent, þar sem hann hafi leitt fjölmörg umbóta- og rekstrartengd verkefni fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja.

Birgir Hrafn sé með MBA-gráðu frá Virginia Tech með áherslu á fjármál og fjárfestingar, auk B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Hann hafi einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.

„Það er okkur mikill liðsstyrkur að fá Birgi Hrafn í framkvæmdastjórn Banana. Víðtæk reynsla hans og þekking mun nýtast fyrirtækinu afar vel í áframhaldandi vexti og þróun,“ er haft eftir Jóhönnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Banana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×