Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 15. september 2025 13:00 Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar