Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 09:19 Sygjendur bera kistu eins þeirra þrettán sem breskir hermenn skutu til bana í Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum árið 1972. AP Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Breskir hermenn skutu þrettán óvopnaða óbreytta borgara til bana og særðu fimmtán til viðbótar í mótmælum í borginni Derry/Londonderry 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur verið nefndur „blóðugi sunnudagurinn“. Sakborningurinn í málinu sem hefst í dag var fallhlífahermaður. Hann er sakaður um að hafa myrt tvo og reynt að drepa fimm til viðbótar. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur öðruvísi en sem „hermaður F“ og í dómsal verður hann á bak við tjöld til þess að vernda hann fyrir mögulegum hefndarverkum. Fjölskyldur þeirra myrtu hafa þurft að bíða í meira en hálfa öld eftir réttlæti og ljóst er að flestar þeirra fá aldrei að upplifa það. Bresk stjórnvöld sögðu upphaflega að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn á vopnaða menn sem réðust á þá. Þeir voru allir hreinsaðir af sök. Þegar atburðirnir voru rannsakaðir á ítarlegri hátt árið 2010 var niðurstaðan sú að hermennirnir hefðu skotið á óvopnað fólk sem var að flýja og að þeir hefðu svo logið um það áratugum saman. Það tók svo sjö ár frá því að lögregla hóf rannsókn að gefa út ákæru. Þá var aðeins hermaður F ákærður en sextán aðrir sluppu við ákæru á þeim forsendum að ekki væru næg sönnunargögn fyrir hendi gegn þeim. Tveimur árum síðar felldi saksóknari ákæruna niður á þeim forsendum að hún þætti ekki líkleg til sakfellingar. Fjölskylda eins þeirra myrtu fékk þeirri niðurstöðu hnekkt. Hermaðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Breskir hermenn skutu þrettán óvopnaða óbreytta borgara til bana og særðu fimmtán til viðbótar í mótmælum í borginni Derry/Londonderry 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur verið nefndur „blóðugi sunnudagurinn“. Sakborningurinn í málinu sem hefst í dag var fallhlífahermaður. Hann er sakaður um að hafa myrt tvo og reynt að drepa fimm til viðbótar. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur öðruvísi en sem „hermaður F“ og í dómsal verður hann á bak við tjöld til þess að vernda hann fyrir mögulegum hefndarverkum. Fjölskyldur þeirra myrtu hafa þurft að bíða í meira en hálfa öld eftir réttlæti og ljóst er að flestar þeirra fá aldrei að upplifa það. Bresk stjórnvöld sögðu upphaflega að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn á vopnaða menn sem réðust á þá. Þeir voru allir hreinsaðir af sök. Þegar atburðirnir voru rannsakaðir á ítarlegri hátt árið 2010 var niðurstaðan sú að hermennirnir hefðu skotið á óvopnað fólk sem var að flýja og að þeir hefðu svo logið um það áratugum saman. Það tók svo sjö ár frá því að lögregla hóf rannsókn að gefa út ákæru. Þá var aðeins hermaður F ákærður en sextán aðrir sluppu við ákæru á þeim forsendum að ekki væru næg sönnunargögn fyrir hendi gegn þeim. Tveimur árum síðar felldi saksóknari ákæruna niður á þeim forsendum að hún þætti ekki líkleg til sakfellingar. Fjölskylda eins þeirra myrtu fékk þeirri niðurstöðu hnekkt. Hermaðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.
Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira