Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 16:40 Fundur Trumps og Pútíns í ágúst virtist nokkuð vinalegur, en nú kveðst Bandaríkjaforseti tilbúinn að ráðast í refsiaðgerðir gegn Rússum. En fyrst vill hann að NATO-ríki hætti að kaupa Rússneska olíu. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna,“ skrifar Trump. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira