Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 20:45 Robert F. Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherrann, sem er jafnframt sonur Roberts F. Kennedy eldri, hefur óhefðbundnar og óvísindalegar skoðanir á öryggi notkunar bóluefna og hefur ítrekað dreift rangfærslum um mögulegar hættur bólusetningar. Áður en hann tók við embætti ráðherra ferðaðist hann um heiminn og flutti vel sótta fyrirlestra þar sem hann básúnaði óvísindalegum hugmyndum sínum, meðal annars í Samóa þar sem mislingarfaraldur dró fjölda barna til dauða skömmu síðar. Tilkynningarnar á rófi trúverðugleika New York Times greinir frá því að í næstu viku muni einn Tracy Beth Hoeg, læknir hjá eftirlitinu, flytja erindi þar sem hann mun fjalla um þau rúmlega 20 dauðsföll meðal barna sem tengd hafa verið við bólusetningu. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir Marty Makary, forstöðumanni matvæla- og lyfjaeftirlitsins, að „það liggi í raun ekki fyrir nein óyggjandi gögn um það til dæmis hvort óléttar konur hafi látist af völdum kórónuveirunnar. Times bendir þó á að mörghundruð óléttar konur hafi látist af völdum veirunnar á meðan faraldurinn reið yfir. Frá upphafi faraldursins og út árið 2023 barst eftirlitinu um 80 tilkynningar um dauðsföll barna sem tengdust mögulega bólusetningu. Tilkynningarnar eru á rófi frá trúlegum til ótrúlegra. Tilkynningar bárust um andlát barna af völdum hjartavöðvabólgu sem getur verið fylgifiskur kórónuveirusýkingar en aukin hætta á henni er einnig þekkt fylgiverkun bólusetningar við veirunni. Hins vegar bárust líka tilkynningar um dauðsföll sem höfðu bersýnilega ekkert með bólusetningu að gera, í einu tilviki var um að ræða sjálfsvíg með skotvopni. Tilfellin þaulrannsökuð Peter Marks fór áður fyrir bóluefnadeild matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Hann segir eftirlitið hafa farið gaumgæfilega yfir hverja einustu tilkynningu. Sjálfur var Marks rekinn úr embætti skömmu eftir að Kennedy settist í ráðherrastól. „Eftir því sem við fáum séð tengdust þessi bóluefni ekki dauðsföllum barna. Er hugsanlegt að dauðsfall hafi átt sér stað sem tengdist bóluefnunum? Já, ég held að það sé mögulegt. En miðað við þær milljónir skammta sem hafa verið gefnar af þessum mRNA-bóluefnum, höfðu þau, að undanskildum þekktu aukaverkununum hjartavöðvabólgu og gollurshúsbólgu, mjög gott öryggismat,“ hefur New York Times eftir honum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Heilbrigðisráðherrann, sem er jafnframt sonur Roberts F. Kennedy eldri, hefur óhefðbundnar og óvísindalegar skoðanir á öryggi notkunar bóluefna og hefur ítrekað dreift rangfærslum um mögulegar hættur bólusetningar. Áður en hann tók við embætti ráðherra ferðaðist hann um heiminn og flutti vel sótta fyrirlestra þar sem hann básúnaði óvísindalegum hugmyndum sínum, meðal annars í Samóa þar sem mislingarfaraldur dró fjölda barna til dauða skömmu síðar. Tilkynningarnar á rófi trúverðugleika New York Times greinir frá því að í næstu viku muni einn Tracy Beth Hoeg, læknir hjá eftirlitinu, flytja erindi þar sem hann mun fjalla um þau rúmlega 20 dauðsföll meðal barna sem tengd hafa verið við bólusetningu. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir Marty Makary, forstöðumanni matvæla- og lyfjaeftirlitsins, að „það liggi í raun ekki fyrir nein óyggjandi gögn um það til dæmis hvort óléttar konur hafi látist af völdum kórónuveirunnar. Times bendir þó á að mörghundruð óléttar konur hafi látist af völdum veirunnar á meðan faraldurinn reið yfir. Frá upphafi faraldursins og út árið 2023 barst eftirlitinu um 80 tilkynningar um dauðsföll barna sem tengdust mögulega bólusetningu. Tilkynningarnar eru á rófi frá trúlegum til ótrúlegra. Tilkynningar bárust um andlát barna af völdum hjartavöðvabólgu sem getur verið fylgifiskur kórónuveirusýkingar en aukin hætta á henni er einnig þekkt fylgiverkun bólusetningar við veirunni. Hins vegar bárust líka tilkynningar um dauðsföll sem höfðu bersýnilega ekkert með bólusetningu að gera, í einu tilviki var um að ræða sjálfsvíg með skotvopni. Tilfellin þaulrannsökuð Peter Marks fór áður fyrir bóluefnadeild matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Hann segir eftirlitið hafa farið gaumgæfilega yfir hverja einustu tilkynningu. Sjálfur var Marks rekinn úr embætti skömmu eftir að Kennedy settist í ráðherrastól. „Eftir því sem við fáum séð tengdust þessi bóluefni ekki dauðsföllum barna. Er hugsanlegt að dauðsfall hafi átt sér stað sem tengdist bóluefnunum? Já, ég held að það sé mögulegt. En miðað við þær milljónir skammta sem hafa verið gefnar af þessum mRNA-bóluefnum, höfðu þau, að undanskildum þekktu aukaverkununum hjartavöðvabólgu og gollurshúsbólgu, mjög gott öryggismat,“ hefur New York Times eftir honum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent