Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 18:53 Herþota af gerðinni F-35 á flugi. EPA/DEAN LEWINS Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025 Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi segja að fyrr í vikunni hafi nítján rússneskum drónum verið flogið inn í lofhelgi ríkisins. Fjórir þeirra voru skotnir niður með hjálpa bandamanna Póllands í Atlantshafsbandalaginu en til verksins var notast við mjög dýrar herþotur og Patriot-loftvarnarkerfi. Viðbrögð Pólverja og NATO voru mjög umfangsmikil. F-35 og F-16 þotum var flogið á loft. Black Hawk þyrlum einnig auk eldri þyrlum af gerðinni Mi-24 og Mi-17. Talið er að viðbúnaðurinn og varnirnar hafi kostað fúlgur fjár. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki hafa sent drónana til Póllands og ráðamenn í Belarús, segja að drónarnir hafi farið af leið vegna rafrænna truflana Úkraínumanna. Sérfræðingar og ráðamenn í Evrópu hafa dregið þær útskýringar í efa. Sjá einnig: Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Þeirra á meðal er Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ef einn eða tveir drónar hefðu farið inn fyrir lofthelgi Póllands gæti það mögulega hafa verið slys. Nítján drónar séu ekki slys. Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur slegið á svipaða strengi og segir markmið Rússa hafa verið að greina varnargetu Póllands. Pólverjar hafa beðið bandamenn sína um aðstoð við að bæta varnir sínar og hafa ráðamenn nokkurra ríkja, samkvæmt BBC, samþykkt að senda hermenn, stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi til Póllands. Þeirra á meðal eru Holland og Tékkland. Þar að auki hafa Bretar og Frakkar sagt að til greina komi að senda herþotur til Austur-Evrópu. Flugskeyti ekki vopn gegn drónum Samkvæmt gögnum frá Úkraínumönnum hafa Rússar notast við að minnsta kosti 35.698 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna í Úkraínu á þessu ári. Drónar hafa nokkrum sinnum ratað inn í lofthelgi Póllands frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu en brot úr úkraínsku flugskeyti úr loftvarnarkerfi banaði tveimur Pólverjum árið 2023. Drónar hafa einnig farið inn á lofhelgi Rúmeníu, Moldóvu og allra Eystrasaltsríkjanna. Það hafa þó verið einangruð atvik og drónarnir hafa aldrei verið eins margir og í þessari viku. Ef drónarnir yrðu einhvern tímann eins margir og Rússar nota nánast daglega í Úkraínu, eru ekki til nægilega mörg flugskeyti um borð í herþotum, þyrlum og loftvarnarkerfum í Póllandi til að verjast þeim, samkvæmt sérfræðingi sem ræddi við blaðamann AP. Sjá einnig: Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hefðbundin loftvarnarkerfi eins og Patriot og SAMP/T væru ekki kerfi sem nota ætti gegn sjálfsprengidrónum. Þau ætti fyrst og fremst að nota gegn skotflaugum. Vísaði hann til þess að eitt flugskeyti í Patriot-kerfið kosti tvær til þrjár milljónir dala og að rússneskur sjálfsprengidróni kostaði allt að hundrað þúsund dali. „Þegar Rússar skjóta fimm til átta hundruð drónum á dag, er ekki í boði að nota slík flugskeyti,“ sagði Selenskí. Þess í stað sagði hann nauðsynlegt að nota skilvirkari leiðir sem væru ekki jafn dýrar. Selenskí sagði Úkraínumenn búa yfir einstakri reynslu af því að byggja upp marglaga loftvarnir með því að notast við rafrænar truflanir, þyrlur, flugvélar, aðra dróna og stórar vélbyssur á pallbílum, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er eina leiðin til að stöðva umfangsmiklar árásir og í dag býr ekkert ríki, fyrir utan Úkraínu og Rússland, yfir svona kerfi.“ Hann sagði Úkraínumenn tilbúna til að miðla reynslu sinni til Pólverja og annarra bandalagsríkja. Answering questions from journalists, I noted: Patriot, SAMP/T and similar systems are not weapons against kamikaze drones. These are expensive missiles designed first and foremost for ballistic targets. A single Patriot interceptor costs $2-3 million, while a “shahed” or “Geran”…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 11, 2025
Pólland NATO Úkraína Rússland Belarús Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira