Lífið

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Unnsteinn og Ágústa festu kaup á eigninni árið 2018 og greiddu þá 70 milljónir fyrir.
Unnsteinn og Ágústa festu kaup á eigninni árið 2018 og greiddu þá 70 milljónir fyrir. Facebook

Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir, hafa sett fallega hæð við Grettisgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 112,9 milljónir.

Unnsteinn og Ágústa festu kaup á eigninni árið 2018 og greiddu þá 70 milljónir fyrir.

Um er að ræða 140 fermetra sérhæð í húsi sem byggt var árið 1930. Eigninni hefur verið skipt í tvær íbúðir, annars vegar 100 fermetra aðalíbúð og hins vegar 40 fermetra íbúð. Íbúðirnar má aðlaga, til dæmis með því að sameina þær í eina stóra hæð eða bæta svefnherbergi úr minni íbúð við aðalíbúðina.

Aðalíbúðin samanstendur af björtu og opnu alrými, tveimur svefnherbergjum og baðherbergi.

Veggir, gólf, innihurðir og innréttingar eru hvítar, sem gerir eignina afar bjarta og stílhreina. Litríkir innanstokksmunir, eins og teppi, bækur og listaverk, setja skemmtilegan svip á heildarmyndina og gefa heimilinu mikinn karakter.

Útgengt er úr svefnherbergi á neðri hæð um tvöfalda frönsk hurð út á þak sem hefur verið nýtt sem rúmgóðar suðursvalir.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.