Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. október 2025 07:00 Í lok ágúst fór Reynir að sofa og vaknaði ekki aftur fyrr en mörgum dögum síðar á sjúkrahúsi. Skjót viðbrögð eiginkonu hans og endurlífganir viðbragðsaðila björguðu lífi hans og þykir mikil heppni að hann skaddaðist ekki varanlega. Vísir/Anton Brink Reynir Bergmann fór í hjartastopp eftir mikla steraneyslu og var haldið sofandi í öndunarvél. Haldinn ranghugmyndum reyndi hann ítrekað að flýja af spítalanum. Áfallið tók á alla fjölskylduna og er Reynir enn hræddur við að deyja í svefni. Erfiðast var þó fyrir móður hans að vaka yfir öðru barni sínu í öndunarvél. Reynir Bergmann Reynisson kom fyrst fram á sjónarsviðið 2018 sem snappari og eigandi Vefjunnar. Hann vakti reglulega athygli fyrir gífuryrtar yfirlýsingar og árið 2021 sniðgekk stór hópur fólks Vefjuna opinberlega í kjölfar niðrandi ummæla hans um vændiskonur í tengslum við mál Sölva Trygvasonar. Sjá einnig: Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Reynir og eiginkona hans, Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir Saithong, seldu Vefjuna í kjölfarið og hefur minna farið fyrir Reyni síðan þá. Hann mætti hins vegar til Sölva Tryggvasonar fyrr í sumar til að gera upp Vefju-málið og ræddi jafnframt opinskátt um kókaínfíkn sína gegnum árin. Það var hins vegar annars konar fíkn, vöðvafíkn, sem varð til þess að Reynir hóf að sprauta sig með mörgum mismunandi sterum fyrr á þessu ári með þeim afleiðingum að hann fór í hjartastopp 25. ágúst síðastliðinn. „Ég er með rosalega lítið þol, brotna bringu, brotin rifbein og get lyft litlu. Það er smá aumingi í mér en ég kem sterkari til baka,“ sagði Reynir um líðan sína þegar blaðamaður hafði samband í síðustu viku. Reynir rakti í kjölfarið aðdragandann að hjartastoppinu og lygilega eftirmálana. Lifnaði við eftir fjörutíu mínútna endurlífgun „Ég var heima hjá mér daginn sem þetta gerðist að vinna í skúrnum og fór síðan í heita pottinn,“ segir Reynir um aðdragandann að hjartastoppinu. Sjálfur man hann ekkert sem gerðist þennan dag og vikurnar í kjölfarið. Atburðarásina hefur hann eftir frásögnum frá öðrum. „Ég lagði mig klukkan ellefu um kvöldið, vaknaði klukkan eitt, fór fram að fá mér samloku, sofnaði og fór í hjartastopp klukkan þrjú. Sem betur fer sefur konan laust og varð vör við það,“ segir hann. Reynir Bergmann hefur fengið nýtt sjónarhorn á lífið eftir hjartastoppið og finnur fyrir meiri ró.Vísir/Anton Brink Reynir segir eiginkonu sína hafa brugðist hárrétt við og í raun bjargað lífi hans. „Hún fór náttúrulega í sjokk en byrjaði að reyna að hnoða mig og blása meðan hún var með 112 á línunni. Síðan komu sjúkrabílar og lögreglan, þeir voru inni í herberginu í tæpar fjörutíu mínútur að reyna að ná mér í gang með öllum leiðum,“ segir Reynir. „Þeir náðu ekki að handhoða mig en endurlífgunin tókst í þriðja stuðinu með stuðtæki. Það voru einhverjar tvær-þrjár mínútur eftir skilst mér, annars hefðu þeir hætt. Þetta stóð það tæpt.“ Læknarnir hræddir um varanlegan skaða Farið var með Reyni upp á Landspítalann í kjölfarið og var honum haldið þar í öndunarvél í fimm daga. „Þegar ég vaknaði voru þeir ekkert alveg vissir um að ég kæmi til baka. Ég var það lengi í hjartastoppi að þeir voru hræddir um að eitthvað hefði skaddast varanlega. Ég lá inni á spítala í tvær og hálfa viku eftir það og man ekki neitt,“ segir hann. Er þá bara allt í þoku? „Ég man ekki eftir að hafa verið þar, talaði ekki heilar setningar og meikaði engan sens. Allir vinir mínir og fjölskylda komu og skiptust á að vera hjá mér dag og nótt,“ segir Reynir. Hann þjáðist jafnframt af miklum ranghugmyndum um veru sína og staðsetningu. Flúði tvisvar og sviptur sjálfræði í seinna skiptið Reynir fór í skoðun upp á spítala í síðustu viku og ræddi þá við hjúkrunafræðingana sem höfðu sinnt honum meðan hann dvaldi á hjartadeildinni. Þeir þurftu bæði að eiga við ranghugmyndir hans og flóttatilraunir. „Eins fyndið og það hefði verið að hafa mig, sögðu konurnar að þetta hefði verið jafn sorglegt í senn. Morgunfundirnir þeirra gengu út á að halda mér þarna inni yfir daginn,“ segir Reynir. Reynir vissi ekki hvar hann var, taldi sig vera erlendis og reyndi nokkrum sinnum að flýja.Vísir/Anton Brink „Tvisvar sinnum flúði ég af spítalanum og lögreglan sótti mig í bæði skiptin. Fyrst í Olís í Norðlingaholti þar sem þeir tóku mig í leigubíl á leið heim. Síðan hljóp ég upp á Nönnugötu þar sem þeir náðu mér. Þá var ég sviptur sjálfræði í 72 tíma enda var ég í lífshættu eftir hjartastoppið,“ segir hann. „Og ég man ekki eftir sekúndu.“ Reynir skilur enn ekki af hverju honum var svona í mun að losna af spítalanum, með „eins yndislegt starfsfólk og er þarna á hjartadeildinni“. Ekki nóg með að hafa reynt að flýja heldur virtist Reynir telja sig staddan í útlöndum. Hvernig hafa fjölskylda og vinir lýst þessu eftir á? „Ég var stanslaust að spyrja hvar gulllitaða ferðataskan væri og var alveg týndur í höfðinu. Fólk var í rauninni farið að spila með eins og ég væri með Alzheimer: Taskan er inni í skáp, þú ert í Prag og við erum að fara til Liverpool á morgun. Það spiluðu allir með,“ segir Reynir. Reynir man ekkert frá spítalanum og tók það smá tíma að endurheimta minnið.Vísir/Anton Brink Hann hafi ekki byrjað að muna fyrr en fjórum dögum eftir heimkomuna. „Þá fór ég að muna hvað ég gerði og sagði daginn áður. Ég talaði við eina hjúkku hérna, hún sagði að þetta hefði verið í annað sinn sem hún upplifði sjúkling sem hefði verið alveg farinn eftir svona langt hjartastopp.“ Reynir segist ekki hafa lent í sambærilegum atvikum eftir að hafa komið heim af spítalanum. Hins vegar glími hann núna við önnur vandamála. „Ég er kominn tímabundið á rosasterkt svefnlyf því ég er svo hræddur við að fara að sofa. Ég á erfitt með að sofna því ég fór að sofa bláedrú og drapst þarna um nóttina. Þannig það er ótti í mér.“ „Ég er búinn að lifa af fyrra líf, þá hlýt ég að þola smá stera“ Reynir er viss um að steranotkun hafi verið valdur að hjartastoppinu. Eftir að hafa útskrifast af spítalanum fyrir nokkrum vikum greindi Reynir Snapchat-fylgjendum sínum frá umfangsmikilli steranotkun sinni í aðdraganda hjartastoppsins. „Því miður er þetta mjög algengt í dag, það halda allir að þetta sé voða saklaust. Þú ferð ekki inn í líkamsræktarstöð nema að sjá annan hvern ungling á sterum,“ segir hann. Reynir notaði í það heila níu tegundir af ólöglegum lyfjum, var kominn með einhvers konar líkamsskynjunarröskun og segist hafa verið kominn með fituþráhyggju. „Mér fannst ég vera með smá hliðarspik, þá þurfti ég meira af grenningarlyfjum, kolólögleg lyf sem er ekki búið að viðurkenna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Síðan vildi ég sýnilegri six-pack þannig ég setti meiri grenningarlyf framan á magann á mér. Svo vildi ég stærri byssur, stærri brjóstkassa þannig ég setti meira af sterum í mig,“ segir hann. „Þetta var algjör þrjáhyggju-geðveiki en ég sá það ekki þarna þegar ég var í þessu ástandi. Mér fannst ekkert að þessu, þetta voru bara sterar og það eru einhvern veginn allir á sterum.“ Þú hefur í gegnum árin glímt við fíknivanda, er þetta af sama meiði? „Ég er búinn að vera í edrú í rúmt ár en fór í þetta í staðinn. Þetta er einhver vöðvafíkn. Ég verð stjórnlaus ef ég finn eitthvað sem virkar. Og allir vinir mínir sögðu stöðugt við mig: ,Hættu þessu bulli, þetta er bara geðveiki og dauðaskammtur.‘ Ég hlustaði ekki á einn né neinn,“ segir hann. Reynir hunsaði öll varúðarorð vina sinna.Vísir/Anton Brink „Ég lifi þetta af, ég er búinn að lifa af fyrra líf, þá hlýt ég að þola smá stera,“ hafi hann hugsað með sér. Hvað sögðu læknarnir, fékkstu nákvæma útskýringu á hjartastoppinu? „Læknarnir vildu meina að þetta væri steranotkunin og þeir settu mest út á T3-notkunina en það er skjaldkirtilslyf sem eykur brennslu. Ég var að éta T3-töflur eins og smartís og það er víst dauði að éta meira en eina á dag. Ég hélt bara að ef ég myndi borða meira myndi brennslan aukast og ég grennast hraðar,“ segir Reynir. Þú hefur verið heppinn. „Ég var ansi heppinn og það að ég sé á lífi er í rauninni galið.“ Ekki hræddur við að feta aftur sömu leið Reynir er núna að jafna sig á hjartastoppinu og áhrifum þess á líkamann. Hann er sömuleiðis ansi krambúleraður eftir hjartahnoðið, bæði rifbeins- og bringubrotinn. „Ég er á hjartalyfjum, verkjalyfjum og allur í klessu. Ég get ekki haldið á matardisk með útrétta hönd þá sígur hann bara niður, þannig ég er líkamlega ekki góður,“ segir hann. „En ég er rosalega þrjóskur þannig ég verð fljótur á lappir.“ Framundan er hjartaendurhæfing hjá Mátti, sjúkraþjálfun á Selfossi, en hann fer einnig til sálfræðiráðgjafa vegna svefnvanda. „Af því ég er svo hræddur við að sofna, hræddur um að drepast aftur,“ segir hann. „En svo aftur á móti hugsar maður líka, maður er svo ruglaður: ,þetta er besta leiðin til að deyja, að fara að sofa og vakna ekki aftur'.“ Hvernig er með vöðvafíknina, hefurðu rætt við einhvern um hana? „Hún er bara farin. Ég var 96 kíló þegar ég veiktist og kom út af spítalanum 75 kíló þannig ég léttist um 21 kíló. Ég er bara undir áttatíu og er sáttur,“ segir Reynir. Þú ert ekkert hræddur við að feta sömu leið? „Nei, ég er það ekki. Þetta er eitthvað sem ég er nýbyrjaður að gera, að fá svona þráhyggju. Þannig eins og staðan er í dag hef ég engan áhuga á því, ég hef ekki einu sinni áhuga á að stíga inn í líkamsrækt.“ „Mamma hefur vakað yfir öðru barni“ Áfallið var þó ekki minna fyrir fjölskyldu Reynis, börn hans og eiginkonu, enda þurftu þau að horfa upp á hann stjarfan, í öndunarvél og með óráði. „Litla stelpan mín, sem er sjö ára, þorði ekki að koma heim í tvær vikur, hún var svo hrædd. Enn í dag þorir hún varla inn í herbergið okkar, sefur illa og vaknar með martraðir. Hún kom að mömmu sinni hágrátandi að reyna að pumpa mig í gang,“ segir hann. Fjölskyldan hafi öll upplifað sjokk og séu enn mjög hrædd um heilsu Reynis. „Þau er hrædd, rosalega hrædd ef þau vita af mér í umferðinni og hrædd um að þetta geti gerst aftur. Og ég í sjálfu sér líka,“ segir hann. „Þetta var erfið nótt fyrir þau og svo þurftu þau að vaka yfir mér í öndunarvél og tvísýnt með framhaldið.“ „Mamma hefur vakað yfir öðru barni, systur minni sem lenti í öndunarvél og jafnaði sig aldrei. Hún notar hjólastól og er á hjúkrunarheimili. Þannig þetta tók mest á mömmu, að sjá annað barnið sitt svona,“ segir Reynir. Upplifir breytt viðhorf til lífsins Reynir rekur fyrirtækið Premier Trips með eiginkonu sinni þar sem þau selja miða og fótboltaferðir á enska boltann. Veikindin hafi lukkulega ekki riðlað neinu. „Konan var að afhenda miða, sem betur fer var engin ferð meðan ég lá inni en það eru allar ferðir uppseldar núna,“ segir Reynir. Reksturinn gangi vel, þau hafi selt tæplega þúsund staka miða og bókað um 400 manns í hópaferðir frá því tímabilið hófst. „Síðan er ég í byggingarvinnu á daginn, ég er verkefnastjóri í byggingarfyrirtæki. Ég er ekkert í því núna nema ég sé aðeins um launamál og reikningagerðir meðan ég er heima. Síðan fer ég fullt í það eftir áramót,“ segir hann. Reynir segir að áfallið hafi verið mest fyrir móður hans sem hefur áður þurft að vaka yfir barni sínu í öndunarvél.Vísir/Anton Brink Eftir þetta mikla áfall vill Reynir skila þökkum til allra sem hjálpuðu honum: til hjartadeildar Landspítalans, bráðamóttökunnar, lögreglunnar og sjúkraflutningamanna á Selfossi. „Þetta var fólk sem bjargaði lífi mínu og þurfti að þola mig í alls konar heilaþoku uppi á spítala að segja misgáfuleg orð,“ segir hann. Þá er hann auðvitað mjög þakklátur eiginkonu sinni sem hnoðaði hann og hringdi í hraði á neyðarlínuna. Skjót viðbrögð hennar hafi skipt sköpum. Reynir segist jafnframt upplifa mikla hugarfarsbreytingu, viðhorf hans til lífsins sé gjörbreytt og honum líði eins og allt hatur innra með honum sé á bak og burt. „Ég hef alltaf verið mjög hrokafullur og látið fólk bara heyra það. Ég hef hins vegar ekkert gert það á tveimur mánuðum. Ég hraunaði án þess að hika en í dag þá hef ég ekki áhuga á því lengur,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Árborg Landspítalinn Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Reynir Bergmann Reynisson kom fyrst fram á sjónarsviðið 2018 sem snappari og eigandi Vefjunnar. Hann vakti reglulega athygli fyrir gífuryrtar yfirlýsingar og árið 2021 sniðgekk stór hópur fólks Vefjuna opinberlega í kjölfar niðrandi ummæla hans um vændiskonur í tengslum við mál Sölva Trygvasonar. Sjá einnig: Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Reynir og eiginkona hans, Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir Saithong, seldu Vefjuna í kjölfarið og hefur minna farið fyrir Reyni síðan þá. Hann mætti hins vegar til Sölva Tryggvasonar fyrr í sumar til að gera upp Vefju-málið og ræddi jafnframt opinskátt um kókaínfíkn sína gegnum árin. Það var hins vegar annars konar fíkn, vöðvafíkn, sem varð til þess að Reynir hóf að sprauta sig með mörgum mismunandi sterum fyrr á þessu ári með þeim afleiðingum að hann fór í hjartastopp 25. ágúst síðastliðinn. „Ég er með rosalega lítið þol, brotna bringu, brotin rifbein og get lyft litlu. Það er smá aumingi í mér en ég kem sterkari til baka,“ sagði Reynir um líðan sína þegar blaðamaður hafði samband í síðustu viku. Reynir rakti í kjölfarið aðdragandann að hjartastoppinu og lygilega eftirmálana. Lifnaði við eftir fjörutíu mínútna endurlífgun „Ég var heima hjá mér daginn sem þetta gerðist að vinna í skúrnum og fór síðan í heita pottinn,“ segir Reynir um aðdragandann að hjartastoppinu. Sjálfur man hann ekkert sem gerðist þennan dag og vikurnar í kjölfarið. Atburðarásina hefur hann eftir frásögnum frá öðrum. „Ég lagði mig klukkan ellefu um kvöldið, vaknaði klukkan eitt, fór fram að fá mér samloku, sofnaði og fór í hjartastopp klukkan þrjú. Sem betur fer sefur konan laust og varð vör við það,“ segir hann. Reynir Bergmann hefur fengið nýtt sjónarhorn á lífið eftir hjartastoppið og finnur fyrir meiri ró.Vísir/Anton Brink Reynir segir eiginkonu sína hafa brugðist hárrétt við og í raun bjargað lífi hans. „Hún fór náttúrulega í sjokk en byrjaði að reyna að hnoða mig og blása meðan hún var með 112 á línunni. Síðan komu sjúkrabílar og lögreglan, þeir voru inni í herberginu í tæpar fjörutíu mínútur að reyna að ná mér í gang með öllum leiðum,“ segir Reynir. „Þeir náðu ekki að handhoða mig en endurlífgunin tókst í þriðja stuðinu með stuðtæki. Það voru einhverjar tvær-þrjár mínútur eftir skilst mér, annars hefðu þeir hætt. Þetta stóð það tæpt.“ Læknarnir hræddir um varanlegan skaða Farið var með Reyni upp á Landspítalann í kjölfarið og var honum haldið þar í öndunarvél í fimm daga. „Þegar ég vaknaði voru þeir ekkert alveg vissir um að ég kæmi til baka. Ég var það lengi í hjartastoppi að þeir voru hræddir um að eitthvað hefði skaddast varanlega. Ég lá inni á spítala í tvær og hálfa viku eftir það og man ekki neitt,“ segir hann. Er þá bara allt í þoku? „Ég man ekki eftir að hafa verið þar, talaði ekki heilar setningar og meikaði engan sens. Allir vinir mínir og fjölskylda komu og skiptust á að vera hjá mér dag og nótt,“ segir Reynir. Hann þjáðist jafnframt af miklum ranghugmyndum um veru sína og staðsetningu. Flúði tvisvar og sviptur sjálfræði í seinna skiptið Reynir fór í skoðun upp á spítala í síðustu viku og ræddi þá við hjúkrunafræðingana sem höfðu sinnt honum meðan hann dvaldi á hjartadeildinni. Þeir þurftu bæði að eiga við ranghugmyndir hans og flóttatilraunir. „Eins fyndið og það hefði verið að hafa mig, sögðu konurnar að þetta hefði verið jafn sorglegt í senn. Morgunfundirnir þeirra gengu út á að halda mér þarna inni yfir daginn,“ segir Reynir. Reynir vissi ekki hvar hann var, taldi sig vera erlendis og reyndi nokkrum sinnum að flýja.Vísir/Anton Brink „Tvisvar sinnum flúði ég af spítalanum og lögreglan sótti mig í bæði skiptin. Fyrst í Olís í Norðlingaholti þar sem þeir tóku mig í leigubíl á leið heim. Síðan hljóp ég upp á Nönnugötu þar sem þeir náðu mér. Þá var ég sviptur sjálfræði í 72 tíma enda var ég í lífshættu eftir hjartastoppið,“ segir hann. „Og ég man ekki eftir sekúndu.“ Reynir skilur enn ekki af hverju honum var svona í mun að losna af spítalanum, með „eins yndislegt starfsfólk og er þarna á hjartadeildinni“. Ekki nóg með að hafa reynt að flýja heldur virtist Reynir telja sig staddan í útlöndum. Hvernig hafa fjölskylda og vinir lýst þessu eftir á? „Ég var stanslaust að spyrja hvar gulllitaða ferðataskan væri og var alveg týndur í höfðinu. Fólk var í rauninni farið að spila með eins og ég væri með Alzheimer: Taskan er inni í skáp, þú ert í Prag og við erum að fara til Liverpool á morgun. Það spiluðu allir með,“ segir Reynir. Reynir man ekkert frá spítalanum og tók það smá tíma að endurheimta minnið.Vísir/Anton Brink Hann hafi ekki byrjað að muna fyrr en fjórum dögum eftir heimkomuna. „Þá fór ég að muna hvað ég gerði og sagði daginn áður. Ég talaði við eina hjúkku hérna, hún sagði að þetta hefði verið í annað sinn sem hún upplifði sjúkling sem hefði verið alveg farinn eftir svona langt hjartastopp.“ Reynir segist ekki hafa lent í sambærilegum atvikum eftir að hafa komið heim af spítalanum. Hins vegar glími hann núna við önnur vandamála. „Ég er kominn tímabundið á rosasterkt svefnlyf því ég er svo hræddur við að fara að sofa. Ég á erfitt með að sofna því ég fór að sofa bláedrú og drapst þarna um nóttina. Þannig það er ótti í mér.“ „Ég er búinn að lifa af fyrra líf, þá hlýt ég að þola smá stera“ Reynir er viss um að steranotkun hafi verið valdur að hjartastoppinu. Eftir að hafa útskrifast af spítalanum fyrir nokkrum vikum greindi Reynir Snapchat-fylgjendum sínum frá umfangsmikilli steranotkun sinni í aðdraganda hjartastoppsins. „Því miður er þetta mjög algengt í dag, það halda allir að þetta sé voða saklaust. Þú ferð ekki inn í líkamsræktarstöð nema að sjá annan hvern ungling á sterum,“ segir hann. Reynir notaði í það heila níu tegundir af ólöglegum lyfjum, var kominn með einhvers konar líkamsskynjunarröskun og segist hafa verið kominn með fituþráhyggju. „Mér fannst ég vera með smá hliðarspik, þá þurfti ég meira af grenningarlyfjum, kolólögleg lyf sem er ekki búið að viðurkenna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Síðan vildi ég sýnilegri six-pack þannig ég setti meiri grenningarlyf framan á magann á mér. Svo vildi ég stærri byssur, stærri brjóstkassa þannig ég setti meira af sterum í mig,“ segir hann. „Þetta var algjör þrjáhyggju-geðveiki en ég sá það ekki þarna þegar ég var í þessu ástandi. Mér fannst ekkert að þessu, þetta voru bara sterar og það eru einhvern veginn allir á sterum.“ Þú hefur í gegnum árin glímt við fíknivanda, er þetta af sama meiði? „Ég er búinn að vera í edrú í rúmt ár en fór í þetta í staðinn. Þetta er einhver vöðvafíkn. Ég verð stjórnlaus ef ég finn eitthvað sem virkar. Og allir vinir mínir sögðu stöðugt við mig: ,Hættu þessu bulli, þetta er bara geðveiki og dauðaskammtur.‘ Ég hlustaði ekki á einn né neinn,“ segir hann. Reynir hunsaði öll varúðarorð vina sinna.Vísir/Anton Brink „Ég lifi þetta af, ég er búinn að lifa af fyrra líf, þá hlýt ég að þola smá stera,“ hafi hann hugsað með sér. Hvað sögðu læknarnir, fékkstu nákvæma útskýringu á hjartastoppinu? „Læknarnir vildu meina að þetta væri steranotkunin og þeir settu mest út á T3-notkunina en það er skjaldkirtilslyf sem eykur brennslu. Ég var að éta T3-töflur eins og smartís og það er víst dauði að éta meira en eina á dag. Ég hélt bara að ef ég myndi borða meira myndi brennslan aukast og ég grennast hraðar,“ segir Reynir. Þú hefur verið heppinn. „Ég var ansi heppinn og það að ég sé á lífi er í rauninni galið.“ Ekki hræddur við að feta aftur sömu leið Reynir er núna að jafna sig á hjartastoppinu og áhrifum þess á líkamann. Hann er sömuleiðis ansi krambúleraður eftir hjartahnoðið, bæði rifbeins- og bringubrotinn. „Ég er á hjartalyfjum, verkjalyfjum og allur í klessu. Ég get ekki haldið á matardisk með útrétta hönd þá sígur hann bara niður, þannig ég er líkamlega ekki góður,“ segir hann. „En ég er rosalega þrjóskur þannig ég verð fljótur á lappir.“ Framundan er hjartaendurhæfing hjá Mátti, sjúkraþjálfun á Selfossi, en hann fer einnig til sálfræðiráðgjafa vegna svefnvanda. „Af því ég er svo hræddur við að sofna, hræddur um að drepast aftur,“ segir hann. „En svo aftur á móti hugsar maður líka, maður er svo ruglaður: ,þetta er besta leiðin til að deyja, að fara að sofa og vakna ekki aftur'.“ Hvernig er með vöðvafíknina, hefurðu rætt við einhvern um hana? „Hún er bara farin. Ég var 96 kíló þegar ég veiktist og kom út af spítalanum 75 kíló þannig ég léttist um 21 kíló. Ég er bara undir áttatíu og er sáttur,“ segir Reynir. Þú ert ekkert hræddur við að feta sömu leið? „Nei, ég er það ekki. Þetta er eitthvað sem ég er nýbyrjaður að gera, að fá svona þráhyggju. Þannig eins og staðan er í dag hef ég engan áhuga á því, ég hef ekki einu sinni áhuga á að stíga inn í líkamsrækt.“ „Mamma hefur vakað yfir öðru barni“ Áfallið var þó ekki minna fyrir fjölskyldu Reynis, börn hans og eiginkonu, enda þurftu þau að horfa upp á hann stjarfan, í öndunarvél og með óráði. „Litla stelpan mín, sem er sjö ára, þorði ekki að koma heim í tvær vikur, hún var svo hrædd. Enn í dag þorir hún varla inn í herbergið okkar, sefur illa og vaknar með martraðir. Hún kom að mömmu sinni hágrátandi að reyna að pumpa mig í gang,“ segir hann. Fjölskyldan hafi öll upplifað sjokk og séu enn mjög hrædd um heilsu Reynis. „Þau er hrædd, rosalega hrædd ef þau vita af mér í umferðinni og hrædd um að þetta geti gerst aftur. Og ég í sjálfu sér líka,“ segir hann. „Þetta var erfið nótt fyrir þau og svo þurftu þau að vaka yfir mér í öndunarvél og tvísýnt með framhaldið.“ „Mamma hefur vakað yfir öðru barni, systur minni sem lenti í öndunarvél og jafnaði sig aldrei. Hún notar hjólastól og er á hjúkrunarheimili. Þannig þetta tók mest á mömmu, að sjá annað barnið sitt svona,“ segir Reynir. Upplifir breytt viðhorf til lífsins Reynir rekur fyrirtækið Premier Trips með eiginkonu sinni þar sem þau selja miða og fótboltaferðir á enska boltann. Veikindin hafi lukkulega ekki riðlað neinu. „Konan var að afhenda miða, sem betur fer var engin ferð meðan ég lá inni en það eru allar ferðir uppseldar núna,“ segir Reynir. Reksturinn gangi vel, þau hafi selt tæplega þúsund staka miða og bókað um 400 manns í hópaferðir frá því tímabilið hófst. „Síðan er ég í byggingarvinnu á daginn, ég er verkefnastjóri í byggingarfyrirtæki. Ég er ekkert í því núna nema ég sé aðeins um launamál og reikningagerðir meðan ég er heima. Síðan fer ég fullt í það eftir áramót,“ segir hann. Reynir segir að áfallið hafi verið mest fyrir móður hans sem hefur áður þurft að vaka yfir barni sínu í öndunarvél.Vísir/Anton Brink Eftir þetta mikla áfall vill Reynir skila þökkum til allra sem hjálpuðu honum: til hjartadeildar Landspítalans, bráðamóttökunnar, lögreglunnar og sjúkraflutningamanna á Selfossi. „Þetta var fólk sem bjargaði lífi mínu og þurfti að þola mig í alls konar heilaþoku uppi á spítala að segja misgáfuleg orð,“ segir hann. Þá er hann auðvitað mjög þakklátur eiginkonu sinni sem hnoðaði hann og hringdi í hraði á neyðarlínuna. Skjót viðbrögð hennar hafi skipt sköpum. Reynir segist jafnframt upplifa mikla hugarfarsbreytingu, viðhorf hans til lífsins sé gjörbreytt og honum líði eins og allt hatur innra með honum sé á bak og burt. „Ég hef alltaf verið mjög hrokafullur og látið fólk bara heyra það. Ég hef hins vegar ekkert gert það á tveimur mánuðum. Ég hraunaði án þess að hika en í dag þá hef ég ekki áhuga á því lengur,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Árborg Landspítalinn Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira