Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 14:43 Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Evrópuþingið á nýjan leik. Getty Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews
Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira