Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2025 14:00 Bátur sem þjónustar vanalega olíuborpalla og vindorkuver var notaður við vatnsleitina í Norður-Atlantshafi. Hann getur lyft sér upp á þremur stöplum. AP/Carolyn Kaster Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Fyrstu vísbendingarnar um ferskvatnsforða undir hafsbotninum í Norður-Atlantshafi komu fram við olíu- og steinefnaleit fyrir um hálfri öld. Fyrir um tíu árum leiddu óbeinar mælingar í ljós að vatnið gæti verið nægjanlega ferskt til þess að vera neysluhæft. Leiðangurinn sem var farinn í sumar var fjármagnaður af Vísindasjóði Bandaríkjanna og samstarfsvettvangi hóps Evrópuríkja og Kanada. Þúsundir sýna voru teknar úr grunnvatninu úr borholum sem náðu allt að fjögur hundruð metra niður fyrir hafsbotninn, að sögn AP-fréttastofunnar sem sendi fréttamenn sína til þess að fylgjast með leiðangrinum. Selta í fyrstu sýnunum var um fjórir hlutar af þúsund sem stenst ekki bandaríska reglur um drykkjarvatn. Selta í því má í mesta lagi nema einum hluta af þúsund. Til samanburðar er meðalselta sjávar um 35 hlutar af þúsund. Síðar fundu rannsakendurnir vatn með seltu sem var við eða jafnvel innan marka. Rannsóknirnar eru þó á frumstigi. Enn þarf að greina sýnin nánar til þess að meta hvort vatnið sé drykkjar- og nothæft. Einnig þarf að skera úr því hvaðan vatnið kemur og hversu gamalt það er til þess að meta hvort það sé endurnýtanleg auðlind og hvort hægt sé að nýta það á sjálfbæran hátt. Gætu fundist við helstu heimsálfur jarðar Upphaflega var talið að nægilegt vatn væri undir hafsbotninum til þess að sjá stórborg eins og New York fyrir neysluvatni í átta hundruð ár. Nú er talið að magnið gæti verið enn meira. Mögulegt er talið að neðansjávarferskvatn af þessu tagi gæti fundist við helstu heimsálfur jarðar. Vísindamaður kannar sýni úr setlögum sem tekið var neðan hafsbotnsins undan ströndum norðaustanverðra Bandaríkjanna í sumar.AP/Carolyn Kaster Ekki er vanþörf á þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að eftirspurn eftir ferskvatni í heiminum verði fjörutíu prósent umfram framboð eftir fimm ár. Ástæðan er ekki síst uppbygging gagnavera fyrir gervigreind og skýþjónustu sem útheimtir mikið vatn til kælingar. Litlu munaði að fimm milljónir íbúa Höfðaborgar í Suður-Afríku kláruðu neysluvatn borgarinnar árið 2018. Þá hafði sögulegur þurrkur geisað um þriggja ára skeið. Ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna er að þurrkar verði tíðari og ákafari en áður. Vatn Vísindi Hafið Loftslagsmál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Fyrstu vísbendingarnar um ferskvatnsforða undir hafsbotninum í Norður-Atlantshafi komu fram við olíu- og steinefnaleit fyrir um hálfri öld. Fyrir um tíu árum leiddu óbeinar mælingar í ljós að vatnið gæti verið nægjanlega ferskt til þess að vera neysluhæft. Leiðangurinn sem var farinn í sumar var fjármagnaður af Vísindasjóði Bandaríkjanna og samstarfsvettvangi hóps Evrópuríkja og Kanada. Þúsundir sýna voru teknar úr grunnvatninu úr borholum sem náðu allt að fjögur hundruð metra niður fyrir hafsbotninn, að sögn AP-fréttastofunnar sem sendi fréttamenn sína til þess að fylgjast með leiðangrinum. Selta í fyrstu sýnunum var um fjórir hlutar af þúsund sem stenst ekki bandaríska reglur um drykkjarvatn. Selta í því má í mesta lagi nema einum hluta af þúsund. Til samanburðar er meðalselta sjávar um 35 hlutar af þúsund. Síðar fundu rannsakendurnir vatn með seltu sem var við eða jafnvel innan marka. Rannsóknirnar eru þó á frumstigi. Enn þarf að greina sýnin nánar til þess að meta hvort vatnið sé drykkjar- og nothæft. Einnig þarf að skera úr því hvaðan vatnið kemur og hversu gamalt það er til þess að meta hvort það sé endurnýtanleg auðlind og hvort hægt sé að nýta það á sjálfbæran hátt. Gætu fundist við helstu heimsálfur jarðar Upphaflega var talið að nægilegt vatn væri undir hafsbotninum til þess að sjá stórborg eins og New York fyrir neysluvatni í átta hundruð ár. Nú er talið að magnið gæti verið enn meira. Mögulegt er talið að neðansjávarferskvatn af þessu tagi gæti fundist við helstu heimsálfur jarðar. Vísindamaður kannar sýni úr setlögum sem tekið var neðan hafsbotnsins undan ströndum norðaustanverðra Bandaríkjanna í sumar.AP/Carolyn Kaster Ekki er vanþörf á þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að eftirspurn eftir ferskvatni í heiminum verði fjörutíu prósent umfram framboð eftir fimm ár. Ástæðan er ekki síst uppbygging gagnavera fyrir gervigreind og skýþjónustu sem útheimtir mikið vatn til kælingar. Litlu munaði að fimm milljónir íbúa Höfðaborgar í Suður-Afríku kláruðu neysluvatn borgarinnar árið 2018. Þá hafði sögulegur þurrkur geisað um þriggja ára skeið. Ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna er að þurrkar verði tíðari og ákafari en áður.
Vatn Vísindi Hafið Loftslagsmál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira