Þrjú söfn í eina sæng Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2025 08:07 Kvikmyndasafn og Hljóðbókasafn verða Landsbókasafn Íslands verða að sérstökum einingum innan Landsbókasafns Íslands. Vísir/Vilhelm Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Með sameiningunni verða Hljóðbókasafnið og Kvikmyndasafnið að sérstökum einingum innan Landsbókasafns, en sameiningunni er ætlað að leysa yfirvofandi húsnæðisvanda Hljóðbókasafnsins auk þess sem núverandi húsnæði Kvikmyndasafns Íslands í Hafnarfirði er sagt henta betur til varðveislu en rannsókna og miðlunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra kynnir áformin sem byggi á frumathugun sem sýni fram á „faglegan ávinning og betri nýtingu opinberra fjármuna,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Kynnir frumvarp á næsta þingvetri Samantekt á hagræðingu innan ráðuneytis Loga verður kynnt síðar í dag. Breytingin kallar á lagabreytingu sem verður boðuð með lagafrumvarpi í haust. Til stendur að halda þjónustu og staðsetningu safnanna óbreyttri fram að formlegri sameiningu sem stefnt er á að gangi í gegn seinni hluta næsta árs. Logi Einarsson er ráðherra málaflokksins sem söfnin heyra undir.Vísir/Vilhelm „ Nánari upplýsingar um sameiningu verða kynntar notendum sérstaklega þegar nær dregur. Starfsmönnum safnanna hefur verið greint frá sameiningartillögunni og verður undirbúningur sameiningarinnar unninn í virku samtali við þá,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Forstöðumenn safnanna með í ráðum „Forstöðumenn safnanna þriggja, Marín Hrafnsdóttir, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Örn Hrafnkelsson, sitja í tveimur starfshópum sem nú ráðast í gerð samrunaáætlunar, skilgreina og framfylgja verk-, tíma- og kostnaðaráætlun og vinna að lausn annarra úrlausnarefna.“ Markmiðið með fyrirhugaðri sameiningu er meðal annars að gera starfsemi safnanna skilvirkari og styrkja faglega starfsemi, stuðla að hagkvæmni og betri nýtingu innviða, auka aðgengi almennings, efla miðlunarhlutverk á fjölbreyttan og nútímalegan hátt, bjóða upp á betri aðstöðu til fræðistarfa og að Þjóðarbókhlaðan verði öflugt samfélagsrými að því er fram kemur í tilkynningunni. Nánar má lesa um áformin á vef Stjórnarráðsins. Menning Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókasöfn Bókmenntir Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Með sameiningunni verða Hljóðbókasafnið og Kvikmyndasafnið að sérstökum einingum innan Landsbókasafns, en sameiningunni er ætlað að leysa yfirvofandi húsnæðisvanda Hljóðbókasafnsins auk þess sem núverandi húsnæði Kvikmyndasafns Íslands í Hafnarfirði er sagt henta betur til varðveislu en rannsókna og miðlunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra kynnir áformin sem byggi á frumathugun sem sýni fram á „faglegan ávinning og betri nýtingu opinberra fjármuna,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Kynnir frumvarp á næsta þingvetri Samantekt á hagræðingu innan ráðuneytis Loga verður kynnt síðar í dag. Breytingin kallar á lagabreytingu sem verður boðuð með lagafrumvarpi í haust. Til stendur að halda þjónustu og staðsetningu safnanna óbreyttri fram að formlegri sameiningu sem stefnt er á að gangi í gegn seinni hluta næsta árs. Logi Einarsson er ráðherra málaflokksins sem söfnin heyra undir.Vísir/Vilhelm „ Nánari upplýsingar um sameiningu verða kynntar notendum sérstaklega þegar nær dregur. Starfsmönnum safnanna hefur verið greint frá sameiningartillögunni og verður undirbúningur sameiningarinnar unninn í virku samtali við þá,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Forstöðumenn safnanna með í ráðum „Forstöðumenn safnanna þriggja, Marín Hrafnsdóttir, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Örn Hrafnkelsson, sitja í tveimur starfshópum sem nú ráðast í gerð samrunaáætlunar, skilgreina og framfylgja verk-, tíma- og kostnaðaráætlun og vinna að lausn annarra úrlausnarefna.“ Markmiðið með fyrirhugaðri sameiningu er meðal annars að gera starfsemi safnanna skilvirkari og styrkja faglega starfsemi, stuðla að hagkvæmni og betri nýtingu innviða, auka aðgengi almennings, efla miðlunarhlutverk á fjölbreyttan og nútímalegan hátt, bjóða upp á betri aðstöðu til fræðistarfa og að Þjóðarbókhlaðan verði öflugt samfélagsrými að því er fram kemur í tilkynningunni. Nánar má lesa um áformin á vef Stjórnarráðsins.
Menning Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókasöfn Bókmenntir Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira