Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa 5. september 2025 09:02 Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi. Við lifum á umbreytingatímum. Umhverfisváin, tæknibyltingin og vaxandi félagslegur ójöfnuður kallar á nýja sýn á menntun. Sýn sem nær dýpra en mælanleg próf og excel skjöl. Á tímum þegar við ættum að endurmóta menntakerfið okkar í takt við breyttan heim ýta tillögur borgarfulltrúanna okkur aftur inn í hugarheim 20. aldarinnar. Hugarheim þar sem virði barns er fært niður í einkunn. Þar sem hæfileikar sem falla utan þröngra mælikvarða eru faldir frekar en fagnað. Að mæla það sem skiptir máli Í heimi þar sem gervigreind getur gert samantektir, skrifað texta og reiknað dæmi á nokkrum sekúndum, verður að efla færni barna á þeim sviðum sem vélar eiga erfitt með: að skilja samhengi og tilgang, að vega siðferðileg álitaefni og að byggja upp traust og góð samskipti við aðra. Falsfréttir og upplýsingaóreiða dynja á okkur, oft er flókið að átta sig á hvað er rétt eða rangt. Til þess þarf hæfni, til að greina, vera forvitin og spyrja spurninga. Ekki bara að standa sig í prófum. Rannsóknir menntunarfræðinga sýna að þó að stöðluð próf gefi gagnlegar upplýsingar um ákveðna þætti, þá vanmeta þau oft þá flóknu og opnu hugsunarferla sem eru nauðsynlegir fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Matskerfi sem ná ekki utan um þá djúpu, skapandi og gagnrýnu hugsun sem verður æ mikilvægari nú þegar þróun gervigreindar fleygir fram, gefa okkur ekki bara skakka mynd af stöðu barnana okkar, heldur geta verið þeim skaðleg. Hvað gerist þegar tölustafur ákveður virði? Við vitum að samræmd próf auka kvíða, samkeppni og útilokun. Börn með námsörðugleika, börn sem hafa íslensku ekki að móðurmáli, börn sem hugsa öðruvísi, þau eru skilin eftir. Þeim er sagt, með tölum, nákvæmlega hvernig þau eru ekki að standa sig. Við vitum líka að slík kerfi þrengja námsskrána, grafa undan faglegu frelsi kennara og námsgleði nemenda. Hætta er á því að áhersla nemenda verði á að læra að taka próf og að áhersla kennara verði á að þjálfa þau í að taka próf. Frekar en að grípa áhuga nemenda, fara á dýptina og kenna þeim að takast á við fjölbreytt námsefni. Sumir segja að án samræmdra prófa getum við ekki borið saman skóla. En spurningin er: viljum við kerfi sem ber saman skóla, eða kerfi sem hjálpar hverju barni að bæta sig? Þegar niðurstöður prófa verða helsti drifkrafturinn í stefnumótun menntamálayfirvalda er skólum stjórnað af tölum og komið er fram við nemendur eins og þeir séu gagnapunktar en ekki fólk. Mat sem þjónar barninu Heildræn matskerfi eru nú þegar notuð víða í skólum Reykjavíkur. Um er að ræða mun ítarlegri og gagnsærri endurgjöf heldur en talnakerfi sem hjálpar til við að skilja styrkleika og vaxtartækifæri nemenda í víðara samhengi. Hæfni og greind eru ekki fastar stærðir, heldur þróast með æfingu, viðleitni og uppbyggilegri endurgjöf. Með því að veita slíka endurgjöf reglulega, eflum við seiglu og áhuga. Nemendur gefast síður upp og líta á mistök sem tækifæri til að læra. Þetta er lykilþáttur í námsárangri sem mælist ekki með tölum. En þetta er ekki val milli mælinga og mats annars vegar og ekkert hins vegar. Þetta er val um hvort við notum 20. aldar verkfæri eða 21. aldar nálgun - hvort við mælum til að raða og flokka, eða mælum til að skilja og styðja. Höldum áfram að mæla mikilvægustu grunnfærnina, lesskilning og talnalæsi, en við þurfum líka að meta vellíðan, samvinnu, tilfinningagreind, gagnrýna og skapandi hugsun. Allt það sem skilur okkur frá gervigreindinni. Tími til að hugsa stærra Við þurfum ekki fleiri tölur. Við þurfum meiri dýpt. Vegna þess að menntun snýst ekki um að framleiða, hún snýst um að frelsa. Að frelsa hugsunina, röddina og möguleikana sem búa í hverju barni. Menntun á ekki að snúast um að móta nemendur fyrir vinnumarkaðinn, hún á að snúast um að efla sjálfstæði, sköpun og tengsl í flóknum, síbreytilegum heimi - að valdefla nemendur til að móta vinnumarkaðinn. Slík áherslubreyting krefst þess að við höldum áfram að hanna ný matskerfi og fjárfesta í fræðslu, innleiðingu og eftirfylgni þeirra. Á sama tíma og við fjárfestum í raunverulegu svigrúmi og stuðningi fyrir kennara og nemendur. Heildrænar matsaðferðir spretta ekki upp úr engu, þær þurfa rými til að þroskast og eiga rætur í faglegu frelsi. Að undirbúa börnin okkar fyrir framtíðina er besta fjárfestingin sem samfélagið getur gert. Hún skilar sér í heilbrigðari einstaklingum, sterkara samfélagi og öflugra lýðræði. Tillögur þess efnis að fjölga prófum og mæla yfirborðskenndan árangur kunna að vera knúnar áfram af löngun til að bregðast við raunverulegu vandamáli, en þær bjóða upp á rangt svar. Þær svara framtíðinni með verkfærum fortíðarinnar. Við getum, og verðum, að gera betur. Annar höfunda er borgarfulltrúi Pírata, báðir eru áhugamanneskjur um mannvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Píratar Skóla- og menntamál Grunnskólar Halldóra Mogensen Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi. Við lifum á umbreytingatímum. Umhverfisváin, tæknibyltingin og vaxandi félagslegur ójöfnuður kallar á nýja sýn á menntun. Sýn sem nær dýpra en mælanleg próf og excel skjöl. Á tímum þegar við ættum að endurmóta menntakerfið okkar í takt við breyttan heim ýta tillögur borgarfulltrúanna okkur aftur inn í hugarheim 20. aldarinnar. Hugarheim þar sem virði barns er fært niður í einkunn. Þar sem hæfileikar sem falla utan þröngra mælikvarða eru faldir frekar en fagnað. Að mæla það sem skiptir máli Í heimi þar sem gervigreind getur gert samantektir, skrifað texta og reiknað dæmi á nokkrum sekúndum, verður að efla færni barna á þeim sviðum sem vélar eiga erfitt með: að skilja samhengi og tilgang, að vega siðferðileg álitaefni og að byggja upp traust og góð samskipti við aðra. Falsfréttir og upplýsingaóreiða dynja á okkur, oft er flókið að átta sig á hvað er rétt eða rangt. Til þess þarf hæfni, til að greina, vera forvitin og spyrja spurninga. Ekki bara að standa sig í prófum. Rannsóknir menntunarfræðinga sýna að þó að stöðluð próf gefi gagnlegar upplýsingar um ákveðna þætti, þá vanmeta þau oft þá flóknu og opnu hugsunarferla sem eru nauðsynlegir fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Matskerfi sem ná ekki utan um þá djúpu, skapandi og gagnrýnu hugsun sem verður æ mikilvægari nú þegar þróun gervigreindar fleygir fram, gefa okkur ekki bara skakka mynd af stöðu barnana okkar, heldur geta verið þeim skaðleg. Hvað gerist þegar tölustafur ákveður virði? Við vitum að samræmd próf auka kvíða, samkeppni og útilokun. Börn með námsörðugleika, börn sem hafa íslensku ekki að móðurmáli, börn sem hugsa öðruvísi, þau eru skilin eftir. Þeim er sagt, með tölum, nákvæmlega hvernig þau eru ekki að standa sig. Við vitum líka að slík kerfi þrengja námsskrána, grafa undan faglegu frelsi kennara og námsgleði nemenda. Hætta er á því að áhersla nemenda verði á að læra að taka próf og að áhersla kennara verði á að þjálfa þau í að taka próf. Frekar en að grípa áhuga nemenda, fara á dýptina og kenna þeim að takast á við fjölbreytt námsefni. Sumir segja að án samræmdra prófa getum við ekki borið saman skóla. En spurningin er: viljum við kerfi sem ber saman skóla, eða kerfi sem hjálpar hverju barni að bæta sig? Þegar niðurstöður prófa verða helsti drifkrafturinn í stefnumótun menntamálayfirvalda er skólum stjórnað af tölum og komið er fram við nemendur eins og þeir séu gagnapunktar en ekki fólk. Mat sem þjónar barninu Heildræn matskerfi eru nú þegar notuð víða í skólum Reykjavíkur. Um er að ræða mun ítarlegri og gagnsærri endurgjöf heldur en talnakerfi sem hjálpar til við að skilja styrkleika og vaxtartækifæri nemenda í víðara samhengi. Hæfni og greind eru ekki fastar stærðir, heldur þróast með æfingu, viðleitni og uppbyggilegri endurgjöf. Með því að veita slíka endurgjöf reglulega, eflum við seiglu og áhuga. Nemendur gefast síður upp og líta á mistök sem tækifæri til að læra. Þetta er lykilþáttur í námsárangri sem mælist ekki með tölum. En þetta er ekki val milli mælinga og mats annars vegar og ekkert hins vegar. Þetta er val um hvort við notum 20. aldar verkfæri eða 21. aldar nálgun - hvort við mælum til að raða og flokka, eða mælum til að skilja og styðja. Höldum áfram að mæla mikilvægustu grunnfærnina, lesskilning og talnalæsi, en við þurfum líka að meta vellíðan, samvinnu, tilfinningagreind, gagnrýna og skapandi hugsun. Allt það sem skilur okkur frá gervigreindinni. Tími til að hugsa stærra Við þurfum ekki fleiri tölur. Við þurfum meiri dýpt. Vegna þess að menntun snýst ekki um að framleiða, hún snýst um að frelsa. Að frelsa hugsunina, röddina og möguleikana sem búa í hverju barni. Menntun á ekki að snúast um að móta nemendur fyrir vinnumarkaðinn, hún á að snúast um að efla sjálfstæði, sköpun og tengsl í flóknum, síbreytilegum heimi - að valdefla nemendur til að móta vinnumarkaðinn. Slík áherslubreyting krefst þess að við höldum áfram að hanna ný matskerfi og fjárfesta í fræðslu, innleiðingu og eftirfylgni þeirra. Á sama tíma og við fjárfestum í raunverulegu svigrúmi og stuðningi fyrir kennara og nemendur. Heildrænar matsaðferðir spretta ekki upp úr engu, þær þurfa rými til að þroskast og eiga rætur í faglegu frelsi. Að undirbúa börnin okkar fyrir framtíðina er besta fjárfestingin sem samfélagið getur gert. Hún skilar sér í heilbrigðari einstaklingum, sterkara samfélagi og öflugra lýðræði. Tillögur þess efnis að fjölga prófum og mæla yfirborðskenndan árangur kunna að vera knúnar áfram af löngun til að bregðast við raunverulegu vandamáli, en þær bjóða upp á rangt svar. Þær svara framtíðinni með verkfærum fortíðarinnar. Við getum, og verðum, að gera betur. Annar höfunda er borgarfulltrúi Pírata, báðir eru áhugamanneskjur um mannvænt samfélag.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun