Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 10:10 Alice Weidel og Valkostur fyrir Þýskaland ætla sér stóra hluti í sambandslandskosningunum. Weidel hefur lítið gert til þess að stoppa af samsæriskenningar um dauða frambjóðenda flokksins í fjölmennasta sambandslandinu. Vísir/EPA Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39