Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 17:06 Joseph Ladapo, heilbrigðisráðherra Flórída, á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hann má sjá Ron DeSantis, ríkisstjóra. AP/Chris O'Meara Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. Ladapo sagði á blaðamannafundi í dag að hver einasta bólusetningarskylda væri „löðrandi í fyrirlitningu og þrælahaldi“. Nauðsynlegt og rétt væri að fella þær úr gildi því ekki mætti segja fólki hvað það eigi að setja í líkama sinn. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýsti fyrir stuðningi við áætlunina og sagði að hann gæti fell bólusetningarskyldu niður í einhverjum tilfellum en í öðrum þyrfti ríkisþing Flórída að breyta lögum. Í Flórída er nemendum gert að vera bólusettir gegn mislingum, hettusótt, lömunarveiki, hlaupabólu og lifrabólgu B, samkvæmt frétt Washington Post. Heilbrigðissérfræðingar og fjölmargir aðrir hafa gagnrýnt þessa áætlun harðlega en Lapado hefur lengi farið með fleipur og lygar um bóluefni og önnur mál sem snúa að heilsu. Í fyrra kallaði hann til að mynda eftir því að notkun mRNA bóluefna gegn Covid yrði hætt á þeim grundvelli að þau menguðum erfðamengi fólks, sem er þvæla. Hann hefur sömuleiðis kallað eftir því að hætt verði að bæta flúorið í drykkjarvatn í Flórída. Ætla að fylgja tillögum Kennedys DeSantis segir að áætlun Repúblikana í Flórída byggi, samkvæmt AP fréttaveitunni, á tillögum Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Undanfarnar vikur hefur mikill glundroði ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC) vegna breytinga sem hann hefur gert þar og breytinga sem hann og samverkamenn hans hafa gert á leiðbeiningum um bólusetningar. Kennedy hefur einnig frá því hann tók við embætti dregið verulega úr fjárveitingum til þróunar bóluefna. Níu fyrrverandi forstöðumenn CDC til tæplega fimmtíu ára vöruðu nýverið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna. Kennedy hefur einnig haldið því fram í gegnum árin að bóluefni valdi einhverfu, sem er ekki rétt, að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Á grunni þessara samsæriskenninga og rugls hefur Kennedy safnað miklum auð í gegnum árin. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12. ágúst 2025 11:59 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. 26. júní 2025 13:15 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ladapo sagði á blaðamannafundi í dag að hver einasta bólusetningarskylda væri „löðrandi í fyrirlitningu og þrælahaldi“. Nauðsynlegt og rétt væri að fella þær úr gildi því ekki mætti segja fólki hvað það eigi að setja í líkama sinn. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýsti fyrir stuðningi við áætlunina og sagði að hann gæti fell bólusetningarskyldu niður í einhverjum tilfellum en í öðrum þyrfti ríkisþing Flórída að breyta lögum. Í Flórída er nemendum gert að vera bólusettir gegn mislingum, hettusótt, lömunarveiki, hlaupabólu og lifrabólgu B, samkvæmt frétt Washington Post. Heilbrigðissérfræðingar og fjölmargir aðrir hafa gagnrýnt þessa áætlun harðlega en Lapado hefur lengi farið með fleipur og lygar um bóluefni og önnur mál sem snúa að heilsu. Í fyrra kallaði hann til að mynda eftir því að notkun mRNA bóluefna gegn Covid yrði hætt á þeim grundvelli að þau menguðum erfðamengi fólks, sem er þvæla. Hann hefur sömuleiðis kallað eftir því að hætt verði að bæta flúorið í drykkjarvatn í Flórída. Ætla að fylgja tillögum Kennedys DeSantis segir að áætlun Repúblikana í Flórída byggi, samkvæmt AP fréttaveitunni, á tillögum Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Undanfarnar vikur hefur mikill glundroði ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC) vegna breytinga sem hann hefur gert þar og breytinga sem hann og samverkamenn hans hafa gert á leiðbeiningum um bólusetningar. Kennedy hefur einnig frá því hann tók við embætti dregið verulega úr fjárveitingum til þróunar bóluefna. Níu fyrrverandi forstöðumenn CDC til tæplega fimmtíu ára vöruðu nýverið við því að Kennedy ógnaði heilsu Bandaríkjamanna. Kennedy hefur einnig haldið því fram í gegnum árin að bóluefni valdi einhverfu, sem er ekki rétt, að þráðlaust net valdi krabbameini og að þunglyndislyf leiði til skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Á grunni þessara samsæriskenninga og rugls hefur Kennedy safnað miklum auð í gegnum árin.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41 Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12. ágúst 2025 11:59 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. 26. júní 2025 13:15 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2025 13:41
Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12. ágúst 2025 11:59
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04
Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. 26. júní 2025 13:15
Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33