Kim Novak heiðursgestur RIFF Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. september 2025 19:02 Kim Novak hlaut Gyllta ljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á mánudag en hún mun heiðra Reykvíkinga með nærveru sinni í lok september. EPA Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. Heimildarmyndin Kim Novak’s Vertigo, sem fjallar um ævi og feril Novak, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og mun opna RIFF í ár. Novak mun í kjölfarið taka við heiðursverðlaunum hátíðarinnar fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar. Jafnframt verður hátíðarsýning á sálfræðitryllinum Vertigo og búbblusýning á söngleikjakómedíunni Pal Joey . Goðsögn í lifanda lífi Kim Novak fæddist Marilyn Pauline Malloy árið 1933 og hóf leiklistarferilinn í rökkurmyndinni The Pushover (1954). Hún varð fljótt ein af skærustu stjörnum Hollywood og lék á móti William Holden í Picnic (1955) og Frank Sinatra í bæði The Man with the Golden Arm (1955) og Pal Joey (1957). Novak starfaði einnig með fleiri risum kvikmyndasögunnar á borð við Billy Wilder í Kiss Me, Stupid (1964) og Sidney Lumet í The Appointment (1969). James Stewart og Kim Novak í hinni sígildu Vertigo.Paramount Þekktust er hún þó fyrir að leika á móti James Stewart í Vertigo (1958) eftir leikstjórann Alfred Hitchcock en hún ratar gjarnan á lista yfir bestu myndir allra tíma. Segja má að í Vertigo hafi Novak skapað eitt flóknasta og áhrifamesta kvenhlutverk kvikmyndasögunnar. Sálfræðitryllirinn fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Scottie í San Francisco sem þjáist af lofthræðslu og þróar með sér þráhyggju gagnvart ókunnri konu sem hann er fenginn til að elta. Eftir banvænt slys sest Scottie í helgan stein en fær fljótlega eftir það aðra konu á heilann sem líkist mjög þeirri fyrri. Í tilefni af komu Novak býðst gestum RIFF einstakt tækifæri til að sjá Vertigo á hvíta tjaldinu í Háskólabíó þann 26. september. Sagði skilið við Hollywood fyrir sveitasæluna Eftir að hafa farið með himinskautum á sjötta áratugnum og leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri fór Novak að leiðast leiklistarbransinn. Sama hvað hún sóttist eftir fjölbreyttum hlutverkum bauðst henni bara að leika einhæf hlutverk sem ljóshærð gyðja. Kim Novak lítur yfir farinn veg. Hægt og rólega ákvað Novak að draga sig í hlé frá Hollywood. Undir lok sjöunda áratugarins hætti Novak að mestu að leika í kvikmyndum, þó hún tæki að sér stöku hlutverk og flutti til Big Sur í Kaliforníu til að helga sig málaralist. Novak kynntist seinni eiginmanni sínum, dýralækninum Robert Malloy, þegar hestur hennar slasaðist árið 1974. Þau giftu sig tveimur árum síðar og fluttu norður til Oregon þar sem þau sinntu bústörfum samliða öðrum verkum. Gegnum Malley eignaðist hún tvö stjúpbörn en hann lést árið 2009. Eftir að hafa horfið nær algjörlega úr sviðsljósinu er Novak snúin aftur í heimildarmyndinni Kim Novak’s Vertigo og gefst gestum RIFF tækifæri á að berja hana augum bæði á skjánum og í persónu 25. september næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar, Alexandre O. Philippe sem var heiðursgestur RIFF árið 2022, verður einnig viðstaddur sýninguna. Búbblur, Sinatra og Novak Að lokum má nefna að sýnd verður sérstök búbblusýning á söngleikjamyndinni Pal Joey þann 27. september þar sem Novak fer á kostum ásamt tveimur af stærstu stjörnum allra tíma, Frank Sinatra og Ritu Hayworth. Novak, Sinatra og Hayworth í Pal Joey. Myndin fjallar um kvensama næturklúbbasöngvarann Joey Evans (Sinatra) sem stendur frammi fyrir tveimur valkostum: að giftast vel stæðu ekkjunni Veru (Hayworth), sem getur gert honum kleift að opna næturklúbbinn sem hann hefur alltaf dreymt um að eignast, eða taka saman við dansarann Lindu (Novak) sem hann er raunverulega ástfanginn af. Fjölda þekktra laga bregður fyrir í myndinni, meðal annars eitt þekktasta lag Sinatra, „The Lady is a Tramp”. Fyrir sýninguna verður gestum boðið upp á freyðivín til að skála fyrir sýninguna og hylla stjörnu kvöldsins, Kim Novak, áður en haldið verður inn í bíósalinn. Miðar á allar sýningar og sérviðburði með Kim Novak eru komnir í sölu á riff.is en hátíðin fer fram dagana 25. september til 5. október. Bíó og sjónvarp RIFF Reykjavík Tengdar fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni. 13. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Heimildarmyndin Kim Novak’s Vertigo, sem fjallar um ævi og feril Novak, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og mun opna RIFF í ár. Novak mun í kjölfarið taka við heiðursverðlaunum hátíðarinnar fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar. Jafnframt verður hátíðarsýning á sálfræðitryllinum Vertigo og búbblusýning á söngleikjakómedíunni Pal Joey . Goðsögn í lifanda lífi Kim Novak fæddist Marilyn Pauline Malloy árið 1933 og hóf leiklistarferilinn í rökkurmyndinni The Pushover (1954). Hún varð fljótt ein af skærustu stjörnum Hollywood og lék á móti William Holden í Picnic (1955) og Frank Sinatra í bæði The Man with the Golden Arm (1955) og Pal Joey (1957). Novak starfaði einnig með fleiri risum kvikmyndasögunnar á borð við Billy Wilder í Kiss Me, Stupid (1964) og Sidney Lumet í The Appointment (1969). James Stewart og Kim Novak í hinni sígildu Vertigo.Paramount Þekktust er hún þó fyrir að leika á móti James Stewart í Vertigo (1958) eftir leikstjórann Alfred Hitchcock en hún ratar gjarnan á lista yfir bestu myndir allra tíma. Segja má að í Vertigo hafi Novak skapað eitt flóknasta og áhrifamesta kvenhlutverk kvikmyndasögunnar. Sálfræðitryllirinn fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Scottie í San Francisco sem þjáist af lofthræðslu og þróar með sér þráhyggju gagnvart ókunnri konu sem hann er fenginn til að elta. Eftir banvænt slys sest Scottie í helgan stein en fær fljótlega eftir það aðra konu á heilann sem líkist mjög þeirri fyrri. Í tilefni af komu Novak býðst gestum RIFF einstakt tækifæri til að sjá Vertigo á hvíta tjaldinu í Háskólabíó þann 26. september. Sagði skilið við Hollywood fyrir sveitasæluna Eftir að hafa farið með himinskautum á sjötta áratugnum og leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri fór Novak að leiðast leiklistarbransinn. Sama hvað hún sóttist eftir fjölbreyttum hlutverkum bauðst henni bara að leika einhæf hlutverk sem ljóshærð gyðja. Kim Novak lítur yfir farinn veg. Hægt og rólega ákvað Novak að draga sig í hlé frá Hollywood. Undir lok sjöunda áratugarins hætti Novak að mestu að leika í kvikmyndum, þó hún tæki að sér stöku hlutverk og flutti til Big Sur í Kaliforníu til að helga sig málaralist. Novak kynntist seinni eiginmanni sínum, dýralækninum Robert Malloy, þegar hestur hennar slasaðist árið 1974. Þau giftu sig tveimur árum síðar og fluttu norður til Oregon þar sem þau sinntu bústörfum samliða öðrum verkum. Gegnum Malley eignaðist hún tvö stjúpbörn en hann lést árið 2009. Eftir að hafa horfið nær algjörlega úr sviðsljósinu er Novak snúin aftur í heimildarmyndinni Kim Novak’s Vertigo og gefst gestum RIFF tækifæri á að berja hana augum bæði á skjánum og í persónu 25. september næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar, Alexandre O. Philippe sem var heiðursgestur RIFF árið 2022, verður einnig viðstaddur sýninguna. Búbblur, Sinatra og Novak Að lokum má nefna að sýnd verður sérstök búbblusýning á söngleikjamyndinni Pal Joey þann 27. september þar sem Novak fer á kostum ásamt tveimur af stærstu stjörnum allra tíma, Frank Sinatra og Ritu Hayworth. Novak, Sinatra og Hayworth í Pal Joey. Myndin fjallar um kvensama næturklúbbasöngvarann Joey Evans (Sinatra) sem stendur frammi fyrir tveimur valkostum: að giftast vel stæðu ekkjunni Veru (Hayworth), sem getur gert honum kleift að opna næturklúbbinn sem hann hefur alltaf dreymt um að eignast, eða taka saman við dansarann Lindu (Novak) sem hann er raunverulega ástfanginn af. Fjölda þekktra laga bregður fyrir í myndinni, meðal annars eitt þekktasta lag Sinatra, „The Lady is a Tramp”. Fyrir sýninguna verður gestum boðið upp á freyðivín til að skála fyrir sýninguna og hylla stjörnu kvöldsins, Kim Novak, áður en haldið verður inn í bíósalinn. Miðar á allar sýningar og sérviðburði með Kim Novak eru komnir í sölu á riff.is en hátíðin fer fram dagana 25. september til 5. október.
Bíó og sjónvarp RIFF Reykjavík Tengdar fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni. 13. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni. 13. ágúst 2025 07:01
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist