Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 15:30 Kristrún Frostadóttir (f.m.) með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, (t.v) og Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, (t.h.) í Kaupmannahöfn í dag. Forsetaembætti Úkraínu Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum. Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum.
Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent