Innlent

Komst upp úr sjónum af sjálfs­dáðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sjúkrabílar og bátur voru ræstir út og kafarar settir í viðbragðsstöðu. 
Sjúkrabílar og bátur voru ræstir út og kafarar settir í viðbragðsstöðu.  Vísir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. 

Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa komist upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Hann hafi verið á einhvers konar farartæki á eða yfir sjónum og fallið ofan í. 

Slökkviliðinu barst annað útkall á sjötta tímanum vegna umferðarslyss á Kringlumýrarbraut. Sjónarvottur lýsir þungri umferð um götuna. Bjarni segir einn sjúkrabíl hafa verið sendan á vettvang en ekkert bendi til þess að um meiri háttar atvik hafi verið að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×