Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2025 15:19 Frá Linnanmaan-sundlauginni í Oulu þar sem talið var að kúkur hefði fundist sex sinnum í sumar. Málið virðist þó ekki hafa verið svo einfalt. Oulu-borg Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál. Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál.
Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira