„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 12:18 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, er ekki hrifinn af ummælum sem þingmaður Miðflokksins lét falla í sjónvarpsviðtali í gær. Vísir Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira