Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 2. september 2025 08:47 Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar