Geti reynst ógn við öryggi allra barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:00 „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41