Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 12:00 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50